Reykhóladagar 4.-6. ágúst

Um næstu helgi verða haldnir svokallaðir Reykhóladagar. Mikil dagskrá hefur verið sett saman og er hún aðgengileg á vef Reykhólahrepps undir þessum tengli. Meðal dagskráratriða er bíó, kassabílakeppni, dráttarvélaakstur, pulsupartí og spurningakeppni, sýningar og siglingar, kvöldvaka og dansleikur. Vefurinn strandir.is hvetur Strandamenn til að kíkja á hátíðahöldin hjá nágrönnum okkar í Reykhólahreppi um næstu helgi.