Réttir, réttarkaffi og réttarball

350-birkir2
Hjá mörgum Strandamönnum er helgin undirlögð af smalamennskum og kindastússi. Leitað er um fjöll og firnindi og réttir eru víða á Ströndum. Þannig er réttað laugardaginn í Kjósarrétt í Árneshreppi kl. 14, Skarðsrétt í Bjarnarfirði og Skeljavíkurrétt við Hólmavík kl. 16. Á sunnudaginn er réttað í Kirkjubólsrétt kl. 14. Réttarkaffi er á boðstólum á Sauðfjársetrinu í Sævangi kl. 13-18 báða dagana og á laugardagskvöld er árlegt og sívinsælt réttarball á Laugarhóli í Bjarnarfirði. Þar spila Góðir landsmenn fyrir dansi, aðgangseyrir er 3.000.- og aldurstakmark 18 ár.