Raforkuverð hækkar hjá Orkubúi Vestfjarða

Verðskrá Orkubús Vestfjarða fyrir raforkusölu hækkaði um 2,8% frá og með 1. júlí 2011. Þetta gildir um alla liði verðskrárinnar nema ótryggða orku. Á heimasíðu Orkubúsins – www.ov.is – kemur fram að þessi hækkun verðskrár sé nauðsynleg til þess að mæta hækkun á heildsölugjaldskrá Landsvirkjunar um 2,8% frá 1. júlí.