Rafmagnsleysi á nýársdag

Frá fjögur í nótt og fram á rúmlega ellefu í morgun var rafmagnslaust í hluta Árneshrepps, frá Bæ í Trékyllisvík og að Kjörvogi. Línan við Gjögur var slitin, en mikið hvassviðri var í nótt fyrir norðan. Línumenn frá Orkubúi Vestfjarða á Hólmavík fóru á norður og gerðu við línuna í morgun. Rafmagnstruflanir voru einnig á sunnudaginn. Þetta kemur fram á vefnum www.litlihjalli.it.is.