Rafmagnslaust í Árneshreppi í morgun

Litla-Ávík - ljósm. Jón G.G.Rafmagnslaust var í Árneshreppi frá því í nótt og fram á morgun samkvæmt fréttasíðunni www.litlihjalli.it.is. Rafmagn kom á aftur um 08:45 í morgun, en línunni yfir Trékyllisheiði hafði slegið út við Selá í Steingrímsfirði og töldu menn líklegast miðað við hitastig að ísing væri ástæðan. Mjög hvasst var í veðri, norðaustan 22-28 m/s á veðurathugunarstöðinni í Litlu-Ávík.