Pub quis á Café Riis á föstudagskvöld

Á föstudagskvöld 30. desember verður Pub Quis keppni á Café Riis á Hólmavík og hefst hún kl. 21:15. Það eru bræðurnir Jón og Arnar Snæberg Jónssynir sem sjá um spurningaflóðið að þessu sinni og eru jafnframt höfundar spurninga og dómarar. Lofa þeir léttri og skemmtilegri keppni og að spurt verði um ýmislegt milli himins og jarðar, en ekki verður ákveðið þema að þessu sinni. Verður væntanlega létt yfir mannskapnum og er vonast eftir góðri mætingu á þennan skemmtilega viðburð. Pizzur verða einnig á boðstólum á Café Riis 30. des. milli 18-20.