Perlan byrjar með glans

Fjöldi fólks er þegar mættur í Perluna að fylgjast með stórsýningunni Perlan Vestfirðir sem verður opin í dag og á morgun. Sýningin opnaði kl. 11 í morgun og byrjar vel. Dagskrá verður í Perlunni í allan dag, m.a. verður Jón Jónsson með fyrirlestur í kjallara kl. 12:30 um Sauðfjársetur á Ströndum, sögusýninguna, hrútaþukl og furðuleika. Á stóra sviðinu treður Heiða Ólafs upp kl. 16:00 og syngur nokkur lög.


Gestir í Strandabásnum

Nokkur fjöldi er mættur á svæðið strax í morgunsárið

Gestir í Perlunni

Ungir jafnt sem aldnir hafa gaman af Perlusýningunni

Reykhólabásinn, margt að skoða

Salbjörg hin hamingjusama og fjórir fylgdarmenn