Pastaveisla á Café Riis á mánudag

Veitingastaðurinn Café Riis á Hólmavík ætlar að bjóða upp á pastaveislu í hádeginu á mánudag, 1. mars. Eru vinnustaðir og einstaklingar á Hólmavík og nágrenni hvattir til að fjölmenna á staðinn og gæða sér á ljúffengu mánudagspasta sem Bára Karlsdóttir veitingamaður töfrar fram. Veitingastaðurinn hefur einnig haslað sér völl á samskiptasíðunni Facebook og eru aðdáendur hvattir til að skrá sig þar.