Páskaeggjabingó á Hólmavík

580-bingo3

Bingó verður haldið í Félagsheimilinu á Hólmavík miðvikudaginn 4. apríl og hefst kl. 19:30. Það eru Danmerkurfarar í 8.-9. bekk Grunnskólans á Hólmavík sem standa fyrir bingóinu, en þeir eru að safna fyrir ferð til vinaskóla síns í Danmörku næsta haust. Glæsilegir vinningar eru í boði og kaffi og vöfflur verða til sölu í hléi.