Páskabingó á Hólmavík

580-bingo3

Á sunnudaginn næstkomandi, þann 13. apríl kl. 16:00, verður haldið páskaeggjabingó á Hólmavík. Það eru Danmerkurfarar í 8.-9. bekk Grunnskólans á Hólmavík sem standa fyrir bingóinu og eru m.a. páskaegg af margvíslegum gerðum og stærðum í vinninga. Allir eru hjartanlega velkomnir á bingóið og verða kaffiveitingar einnig á boðstólum (posi á staðnum).