Heiða Ólafs (Aðalheiður Ólafsdóttir) frá Hólmavík komst áfram í Idol-stjörnuleit í kvöld. Hún fékk yfirburðakosningu og lenti í fyrsta sæti hjá þjóðinni í síðasta átta manna hópnum í 32 manna úrslitum sem steig á stokk. Þessi síðasti hópur var annars óvenjulega jafn…

Sjávarútvegsráðuneyti hefur ákveðið úthlutun byggðakvóta fyrir yfirstandandi fiskveiðiár. Byggðakvótinn er samtals 3,200 tonn og í hlut Strandamanna að þessu sinni komu samtals 110,5 tonn. Þar af fer ríflega helmingur til Hólmavíkur eða 69 tonn, á Drangsnes fara 31,5 tonn og 10 tonn…

Fréttaritari strandir.is leit við á jólamarkaði handverksfélagsins Strandakúnstar sem er í gömlu kaupfélagsversluninni við Höfðagötu á Hólmavík. Þar var mikið líf og fjör og jólaandinn sveif þar yfir.

Skjaldbökuævintýrið á Hólmavík

Á Ströndum gerast ævintýrin með reglulegu millibili. Eitt slíkt varð árið 1963. Þá fann Einar Hansen, norskur Hólmvíkingur, risaskjaldböku á Steingrímsfirði og dró hana að landi á Hólmavík. Skjaldbakan vakti að vonum mikla athygli, enda ekki á hverjum degi sem menn…

Myndasafnið: Heyskapur á Kollafjarðarnesi

Víða má finna gamlar og skemmtilegar myndir af Ströndum. Fréttaritari strandir.is var að fletta bók um daginn, gamalli Íslandsmetabók, þegar hann rak augun í þessa mynd og áttaði sig fljótlega á að í baksýn sést glitta í Hvalsárdranginn. Engar upplýsingar…

Brennt barn forðast eldinn ...

Eldvarnadagur í Grunnskólanum á Hólmavík var í morgun. Þar fór fram brunaæfing og sannaðist þar að ekki er vanþörf á slíkum æfingum. Svo mikil hálka reyndist vera í brekkunni upp að skólanum að slökkviliðsbíllinn sem kom þar æðandi að, komst…

Úr gestakönnun Galdrasýningarinnar

Aðsend grein: Sigurður Atlason Í könnun sem lá frammi á Galdrasýningu á Ströndum í sumar voru gestir spurðir álits um nokkur atriði sem viðkom Galdrasýningunni og Ströndum sem viðkomustaðar. Í einni spurningunni sem var einungis beint til erlendra gesta var spurt…

Myndasafnið: Héraðsmót 1983

Hér að neðan er ein gömul og góð mynd, frá Héraðsmóti á Sævangi árið 1983. Það er Bragi á Heydalsá sem er að kasta kúlunni, en í hópi áhorfenda má m.a. sjá syni hans Ragnar og Jón Bjarna, Úlfar á Krossnesi…

Árlegir jólatónleikar Tónskólans á Hólmavík verða tvískiptir þetta árið vegna fjölda nemenda. Þeir verða haldnir þriðjudaginn 14. desember og miðvikudaginn 15. desember. Tónleikarnir verða haldnir í Hólmavíkurkirkju og hefjast bæði kvöldin kl. 19:30.

Vegur um Arnkötludal - 800 milljónir

Í greinargerð og frumdrögum að lagningu vegarins um Arnkötludal milli Steingrímsfjarðar og Reykhólasveitar sem verkfræðifyrirtækið Línuhönnun í Reykjavík hefur unnið fyrir Leið ehf, kemur meðal annars fram að framkvæmdin muni kosta á bilinu 780 – 800 milljónir króna og að framkvæmdin muni borga…