Fljúgandi hálka er nú á vegum á Ströndum og svellbunkar víða út fyrir kantana. Fréttavefurinn strandir.is hvetur því vegfarendur til að fara að öllu með gát, draga fram mannbroddana og jafnvel kíkja eftir gömlu góðu keðjunum á bílinn úti í skemmu. Undir flokknum…

Jólatónleikar Tónskólans á Hólmavík eru framundan og eru tvískiptir að þessu sinni, vegna fjölda þátttakenda. Bæði verða tónleikar þriðjudags- og miðvikudagskvöld kl. 19:30 í Hólmavíkurkirkju. Tónleikarnir eru venjulega fjölsóttir, aðgangur er ókeypis og allir velkomnir.

Söngleikurinn Friðarbarnið var frumsýndur í Hólmavíkurkirkju nú í dag fyrir fullu húsi. Tókst sýningin með miklum ágætum. Næsta sýning er á Drangsnesi annað kvöld kl. 20:00. Leikendur í verkinu eru nemendur í grunnskólum á Ströndum, flestir á fermingaraldri.

Lestrarfélag Tröllatungu- og Fellssafnaða

Lestrarfélög voru ein af fyrstu félagasamtökunum sem almenningur stofnaði og tók þátt í hér á landi. Fyrsta lestrarfélagið fyrir almenning sem náði einhverjum þroska var stofnað í Gufudalssveit í Austur-Barðastrandarsýslu árið 1843 – Lestrarfélag Gufdæla. Stuttu síðar var fyrsta lestrarfélagið fyrir…

Íþróttahúsið á Hólmavík

Eins og Hólmvíkingar vita hefur nýtt íþróttahús nú verið tekið í notkun í Íþróttamiðstöð Hólmavíkur og íþróttatímar skólabarna færst þangað, auk þeirra tíma sem Strandamenn hafa skráð sig í utan skólatíma. Á fundi hreppsnefndar Hólmavíkurhrepps á dögunum var samþykkt að…

Á fundi hreppsnefndar Hólmavíkurhrepps þann 7. desember síðastliðinn var lögð fram skýrsla sveitarstjóra um ýmis mál sem verið hafa til umfjöllunar. Þar er m.a. upplýst að fjárhagsáætlun fyrir 2005 liggi ekki fyrir og segir í fundargerðinni að það sé "vegna…

Troðfullt var á jólahlaðborði á Café Riis í gærkvöld og mikil stemmning. Hlaðborðunum er þó ekki lokið, því í kvöld er árlegt jólahlaðborð eldri borgara í Strandasýslu og hefst kl. 19:00. Það er félag eldri borgara á Ströndum sem stendur…

Veðurspá fyrir Strandir er nú með þeim hætti að vegfarendur mega búast við mikilli hálku á vegum í dag og eru því hvattir til að fara varlega. Nú klukkan 9 að morgni er tveggja stiga hiti við Steingrímsfjörð og spáin…

Mikið er um að vera á Ströndum um helgina. Árleg jólahlaðborð eru á Café Riis, fyrra kvöldið var haldið í gær og það seinna er nú í kvöld og er fullbókað. Í dag verður upplestur í KSH á Hólmavík kl….

Á fundi hreppsnefnd Hólmavíkurhrepps þann 7. des. var m.a. lagt fram uppkast að umsögn hreppsnefndar til verkefnisstjórnar um sameiningu sveitarfélaga. Í umræðum kom fram að sveitarstjórnarmenn telja að það sé forsenda fyrir möguleikum á sameiningu sveitarfélaga í Strandasýslu og hugsanlega A.-Barðastrandarsýslu að…