Það er mikið um að vera í skemmtanalífinu á Hólmavík næstu daga. Jólatónleikar Tónskóla Hólmavíkur verða í kvöld þriðjudag og annað kvöld miðvikudag í Hólmavíkurkirkju. Tónleikarnir hefjast bæði kvöldin kl. 19.30. Á fimmtudaginn, þann 16. desember, kl. 16:30 verður svo…

Staðan hjá Sauðfjársetri á Ströndum hefur batnað mikið á þessu ári. Safnið hefur gengið vel og komu um 2800 gestir í heimsókn í sumar. Nýverið fékkst mikilvægt vilyrði fyrir styrk af fjárlögum árið 2005 að upphæð 3 milljónir til húsakaupa…

Veðurspá Veðurstofunnar nú klukkan 10:00 að morgni, gerir ráð fyrir norðanátt 8-13 m/s og éljum í dag. Það á síðan að lægja síðdegis og létta til og spáð er hægviðri í kvöld. Austan og norðaustan 8-13 og stöku él verða á morgun síðdegis….

Fréttaritari strandir.is var svo stálheppinn að ná spjalli við Stekkjastaur við rætur Tröllatunguheiðar fyrr í dag. Tókst honum með þessu að slá öllum stóru fjölmiðlunum ref fyrir rass. Lesið hvað Stekkjastaur hefur til málanna að leggja í þessu tímamótaviðtali.

Sýningu sem vera átti í kvöld á Drangsnesi á söngleiknum Friðarbarninu var frestað um viku sökum hálku og leiðindafærðar á Ströndum í dag. Hún verður því haldin í Samkomuhúsinu Baldri mánudaginn 20. desember næstkomandi. Við vonum að þá viðri betur…

Heilmikið af nýjum bókum er nú komið í Héraðsbókasafn Strandasýslu á Hólmavík. Því er um að gera að líta í heimsókn á safnið sem allra fyrst, ef menn vilja tryggja sér bókajól. Það eru væntanlega býsna margir Strandamenn sem þekkja fátt betra en að lesa um leið…

Birtar hafa verið fyrstu tölur úr skýrsluhaldi sauðfjárræktarinnar frá haustinu 2004 á vefsíðu Bændasamtakanna, bondi.is, en þó hafa ekki öll sauðfjárbú verið skráð ennþá. Uppgjörið stendur yfir, en fyrstu tölur eru venjulega birtar þegar uppgjöri er lokið fyrir rúmlega 60.000…

Fljúgandi hálka er nú á vegum á Ströndum og svellbunkar víða út fyrir kantana. Fréttavefurinn strandir.is hvetur því vegfarendur til að fara að öllu með gát, draga fram mannbroddana og jafnvel kíkja eftir gömlu góðu keðjunum á bílinn úti í skemmu. Undir flokknum…

Jólatónleikar Tónskólans á Hólmavík eru framundan og eru tvískiptir að þessu sinni, vegna fjölda þátttakenda. Bæði verða tónleikar þriðjudags- og miðvikudagskvöld kl. 19:30 í Hólmavíkurkirkju. Tónleikarnir eru venjulega fjölsóttir, aðgangur er ókeypis og allir velkomnir.