Rafmagn fór af bæjum og fyrirtækjum í Steingrímsfirði sunnan Hólmavíkur, Kollafirði og Bitru, í stutta stund nú á ellefta tímanum í morgun. Ekki hafa borist spurnir af því hvað olli eða hvort um víðtækari rafmagnstruflanir hefur verið  að ræða.

Við minnum á að vefurinn strandir.is er enn í vinnslu og hefur ekki verið opnaður formlega, þó allir sem kíkja við séu hjartanlega velkomnir. Á næstunni má því búast við ýmsum breytingum og tilraunum, t.d. með myndir og útlit. Í kvöld verður til dæmis…

Nú þegar tíu dagar eru til jóla þá er orðið mjög jólalegt um að litast víðast hvar á Hólmavík. Margir íbúar hafa skreytt hús sín og garða glæsilegum jólaljósum og það er gaman að sjá hvað bætist við jólaskreytingarnar frá ári til…

Það er mikið um að vera í skemmtanalífinu á Hólmavík næstu daga. Jólatónleikar Tónskóla Hólmavíkur verða í kvöld þriðjudag og annað kvöld miðvikudag í Hólmavíkurkirkju. Tónleikarnir hefjast bæði kvöldin kl. 19.30. Á fimmtudaginn, þann 16. desember, kl. 16:30 verður svo…

Staðan hjá Sauðfjársetri á Ströndum hefur batnað mikið á þessu ári. Safnið hefur gengið vel og komu um 2800 gestir í heimsókn í sumar. Nýverið fékkst mikilvægt vilyrði fyrir styrk af fjárlögum árið 2005 að upphæð 3 milljónir til húsakaupa…

Veðurspá Veðurstofunnar nú klukkan 10:00 að morgni, gerir ráð fyrir norðanátt 8-13 m/s og éljum í dag. Það á síðan að lægja síðdegis og létta til og spáð er hægviðri í kvöld. Austan og norðaustan 8-13 og stöku él verða á morgun síðdegis….

Fréttaritari strandir.is var svo stálheppinn að ná spjalli við Stekkjastaur við rætur Tröllatunguheiðar fyrr í dag. Tókst honum með þessu að slá öllum stóru fjölmiðlunum ref fyrir rass. Lesið hvað Stekkjastaur hefur til málanna að leggja í þessu tímamótaviðtali.

Sýningu sem vera átti í kvöld á Drangsnesi á söngleiknum Friðarbarninu var frestað um viku sökum hálku og leiðindafærðar á Ströndum í dag. Hún verður því haldin í Samkomuhúsinu Baldri mánudaginn 20. desember næstkomandi. Við vonum að þá viðri betur…

Heilmikið af nýjum bókum er nú komið í Héraðsbókasafn Strandasýslu á Hólmavík. Því er um að gera að líta í heimsókn á safnið sem allra fyrst, ef menn vilja tryggja sér bókajól. Það eru væntanlega býsna margir Strandamenn sem þekkja fátt betra en að lesa um leið…