Tveir flutningabílar frá Strandafrakt á Hólmavík hafa verið í ullarleiðangri norður í Árneshrepp í dag, að sækja ull til bænda. Veghefill var á undan bílunum norður til að skafa svell, en bílstjórarnir Guðmundur Björnsson og Kristján Guðmundsson sögðu að þó væri…

Búið er að greiða úr vandræðunum á Ennishálsi og leiðin er nú fær öllum bílum – bæði stórum og smáum. Þó er rétt að minna á að ennþá er sama hálkan á vegunum og vissara að fara varlega. Eftir að veghefill kom á…

Nú klukkan 14:50 bárust fréttir af því að stærri bílar komist ekki um Ennisháls vegna þess að stór flutningabíll (trailer) hefur runnið þar út af og situr fastur með annan endann þversum á veginum. Litlir bílar geta hins vegar skáskotið sér framhjá. Veghefill frá…

Rúmlega tuttugu manna hópur í starfsmannafélagi Heilbrigðisstofnunarinnar á Hólmavík fór á jólahlaðborð að Reykjum í Hrútafirði sl. laugardagskvöld. Þetta er þriðja árið sem staðarhaldarar að Reykjum standa fyrir slíku hlaðborði, það fyrsta var haldið í Gunnukaffi á Hvammstanga, í fyrra…

Samkvæmt upplýsingavef Vegagerðarinnar er nú hálka á öllum vegum á Ströndum og þungfært í Árneshrepp. Í veðurspá Veðurstofunnar til kl. 18:00 á morgun er spáð vaxandi austlægri átt, 10-15 m/s og éljum í kvöld, en norðlægari í nótt. Norðan 5-10 m/s…

Í gærkvöldi voru fyrri jólatónleikar Tónskólans á Hólmavík á þessu starfsári haldnir í Hólmavíkurkirkju. Um helmingurinn af þeim 55 nemendum sem stunda nám í tónskólanum í vetur komu fram í gærkvöldi, en þó féllu allmörg atriði niður vegna veikinda.

Samkvæmt skýrslu Vinnumálastofnunar um atvinnuleysi í nóvember 2004, er atvinnuleysi á Vestfjörðum 1,3%. Mikill munur er þar á atvinnuleysi meðal karla og kvenna í fjórðungnum því atvinnuleysi meðal kvenna er 2,7% en 0,4% hjá körlum. Í lok nóvember voru 68…

Rafmagn fór af bæjum og fyrirtækjum í Steingrímsfirði sunnan Hólmavíkur, Kollafirði og Bitru, í stutta stund nú á ellefta tímanum í morgun. Ekki hafa borist spurnir af því hvað olli eða hvort um víðtækari rafmagnstruflanir hefur verið  að ræða.

Við minnum á að vefurinn strandir.is er enn í vinnslu og hefur ekki verið opnaður formlega, þó allir sem kíkja við séu hjartanlega velkomnir. Á næstunni má því búast við ýmsum breytingum og tilraunum, t.d. með myndir og útlit. Í kvöld verður til dæmis…

Nú þegar tíu dagar eru til jóla þá er orðið mjög jólalegt um að litast víðast hvar á Hólmavík. Margir íbúar hafa skreytt hús sín og garða glæsilegum jólaljósum og það er gaman að sjá hvað bætist við jólaskreytingarnar frá ári til…