Íslandspóstur hf hefur ákveðið að breyta póstnúmerinu á bæjum við Ísafjarðardjúp sem tilheyra Hólmavíkurhreppi, en áður Nauteyrarhreppi. Upphaflega mun hafa átt að breyta númerinu í 402 Ísafjörður, en eftir mótmæli heimamanna sem vissu sem var að pósturinn þeirra kemur frá Hólmavík var fallist…

Nú hefur ritstjórn tekið ákvörðun um að opna héraðsfréttaritið strandir.is formlega á mánudaginn næsta - 20. desember kl. 16:00. Þangað til heldur sú tilraunastarfsemi sem hér hefur verið áfram fyrir opnum tjöldum, því allir sem skoða vefinn á þessum undirbúningstíma eru…

Í gær var kveikt á jólatré við Grunnskólann á Hólmavík við hátíðlega athöfn, eftir því sem við var komið vegna kulda. Það voru að vísu einkum þeir fullorðnu sem kvörtuðu undan kuldanum, en krakkarnir eru hins vegar öllu vanir og skemmtu…

Samkvæmt vef Vegagerðarinnar nú klukkan 10:00 er hálka á vegum á Ströndum í dag. Leiðin norður í Árneshrepp er merkt ófær en verið að opna hana. Hæglætisveður er á Ströndum en kalt. Veðurspáin næsta sólarhringinn fyrir Strandir og Norðurland vestra gerir ráð…

Undanfarnar vikur hefur hálkan plagað vegfarendur á Ströndum. Það á jafnt við um almenna vegfarendur og þá sem aka flutningabílum. Sem betur fer er ekki kunnugt um meiri háttar umferðaróhöpp af völdum hálkunnar. Margir hafa látið í ljós þá skoðun…

Ferðamál á Ströndum

Aðsend grein: Jón Jónsson Í þessum pistli ætla ég að tala um eitt mitt helsta áhugamál, uppbyggingu ferðaþjónustu á Ströndum. Uppbyggingu í þessari atvinnugrein síðustu 10 ár hér á Ströndum má líkja við byltingu – svo gríðarmiklar breytingar hafa orðið.

Árvissir jólatónleikar Tónskólans á Hólmavík á þriðjudags- og miðvikudagskvöld í Hólmavíkurkirkju gengu ljómandi vel. Þar komu flestir nemendur skólans fram og sýndu hvað þeir höfðu lært í vetur. Skemmtilegt var að fylgjast með mörgum flytjendum sem ljómuðu af einbeitingu og áhuga. Hér að neðan…

Hólmavíkurhreppi hefur borist erindi frá Årslev Kommunale Musikskule um "norræna samspilsdaga". Þar kemur fram að Årslev sem er vinabær Hólmavíkurhrepps í Danmörku ætlar að standa fyrir tónlistardögum dagana 6. til 9. apríl 2005 og er Hólmvíkingum boðið að taka þátt. Hreppsnefnd Hólmavíkurhrepps framsendi bréfið…

Á hreppsnefndarfundi á Hólmavík fyrir fáum dögum var fjallað um sölu á hesthúsi í eigu Hólmavíkurhrepps við Víðidalsá. Lögð var fram umsögn frá Valdemar Guðmundssyni og Eysteini Gunnarssyni hreppsnefndarmönnum sem hafði verið falið að ræða við hestaeigendur sem höfðu gert kauptilboð…

Við minnum Hólmvíkinga og nærsveitunga á að tendrað verður á jólatré við Grunnskólann á Hólmavík í dag, fimmtudaginn 16. desember, kl. 16.30. Sungin verða jólalög og haft uppi glens og gaman. Allir velkomnir og skóla- og leikskólabörn eru hvött sérstaklega til að…