Fyrstu könnunni sem gerð var hér á strandir.is er nú lokið, þótt enn sé ekki búið að opna vefinn. Spurningin var: Hlakkar þú til jólanna? og kom í ljós að flesta notendur vefjarins eða 77% þátttakenda í könnuninni er farið…

Á Litlu-jólum nemenda við Grunnskólann á Hólmavík í gær tóku menn sér fyrir hendur að ganga í kringum jólatré í dágóða stund, eftir að skemmtiatriðum lauk. Jólasveinar mættu á staðinn og gáfu börnunum mandarínur og hljómsveitin Grunntónn lék af lífs…

Samkvæmt vef Vegagerðarinnar er nú hálka á öllum vegum á Ströndum og snjór á vegi norður í Árneshrepp, en leiðin þangað var opnuð í gærdag. Veðurspá fyrir daginn gerir ráð fyrir sunnanátt 5-10 m/s.  Reiknað er með bjartviðri, en vindur verði…

Kaupfélag Steingrímsfjarðar hefur sent frá sér fréttabréf þar sem fram koma jólatilboð og breyttur opnunartími um hátíðarnar. Verslanirnar á Hólmavík og Drangsnesi verða opnar laugardaginn 18. desember frá 11-16, á Þorláksmessu frá 9-22 og á aðfangadag frá 10-12. Lokað er…

Mikið fjör var á Litlu-jólum Grunnskólans á Hólmavík sem haldin voru í Félagsheimilinu. Hver bekkur var að venju búinn að æfa atriði fyrir hátíðina og sýndu þau hvert af öðru við mikinn fögnuð áhorfenda. Fréttaritari strandir.is – Jón Jónsson – var…

Nóg er um að vera í skemmtanalífinu á Hólmavík svona rétt fyrir jólin. Laugardaginn 18. desember verður Héraðsbókasafnið með auka opnunartíma frá kl. 14:00-15:00 svo að menn geti nú náð sér í góða bók til að lesa um jólin. Þaðan…

Náttúrustofa Vestfjarða hefur á árinu unnið að umhverfismatsskýrslu vegna Vonarholtsvegar um Arnkötludal og Gautsdal. Þessi vinna er nú á lokastigi og matsskýrslan verður send Skipulagsstofnun nú um hátíðarnar. Skipulagsstofnun auglýsir svo matsskýrsluna tveim vikum síðar, þannig að búast má við…

Íslandspóstur hf hefur ákveðið að breyta póstnúmerinu á bæjum við Ísafjarðardjúp sem tilheyra Hólmavíkurhreppi, en áður Nauteyrarhreppi. Upphaflega mun hafa átt að breyta númerinu í 402 Ísafjörður, en eftir mótmæli heimamanna sem vissu sem var að pósturinn þeirra kemur frá Hólmavík var fallist…

Nú hefur ritstjórn tekið ákvörðun um að opna héraðsfréttaritið strandir.is formlega á mánudaginn næsta - 20. desember kl. 16:00. Þangað til heldur sú tilraunastarfsemi sem hér hefur verið áfram fyrir opnum tjöldum, því allir sem skoða vefinn á þessum undirbúningstíma eru…

Í gær var kveikt á jólatré við Grunnskólann á Hólmavík við hátíðlega athöfn, eftir því sem við var komið vegna kulda. Það voru að vísu einkum þeir fullorðnu sem kvörtuðu undan kuldanum, en krakkarnir eru hins vegar öllu vanir og skemmtu…