Samkvæmt vef Vegagerðarinnar er nú hálka á öllum vegum á Ströndum og þungfært í Árneshrepp. Veðurspá Veðurstofunnar gerir ráð fyrir sunnanátt, 5-10 m/s, og skýjuðu veðri. Suðvestan 8-13 m/s og él með kvöldinu. Frost 3-8 stig, en hiti nálægt frostmarki…

Undirbúningurinn fyrir formlega opnun vefjarins strandir.is hefur gengið býsna hægt nú um helgina, þó þeir sem skoði verði kannski lítið varir við þau ævintýri. Fréttaritara vantar ennþá frá Drangsnesi, í Bitru og Hrútafirði, en það stendur vonandi allt til bóta í…

Í síðasta tölublaði Bændablaðsins er fjallað um nettengingar á Vestfjörðum og viðtal við Þórð Halldórsson á Laugarholti við Djúp í Hólmavíkurhreppi. Bændur við Djúp höfðu sent undirskriftalista til samgönguráðuneytis með ósk um úrbætur og fengið svar sem Þórður kallar "dæmigert stofnanasvar"….

Í dag sunnudag verður skemmtun á jólamarkaði Strandakúnstar á Hólmavík í gamla Kaupfélagshúsinu. Sönghópur mætir á svæðið kl. 17:00 og syngur inn jólastemmninguna og það er aldrei að vita nema einhverjir af jólakörlunum láti líka sjá sig.

Í gær hélt Kvenfélag Árneshrepps og nemendur ásamt starfsfólki Finnbogastaðaskóla Litlu-jólin í Félagsheimilinu í Árnesi. Dagskráin hófst með borðhaldi, hangiket og laufabrauð voru á matseðlinum og allt meðlæti sem því fylgir. Síðan voru nemendur og starfsfólk skólans með skemmtidagskrá, meðal…

Fyrstu könnunni sem gerð var hér á strandir.is er nú lokið, þótt enn sé ekki búið að opna vefinn. Spurningin var: Hlakkar þú til jólanna? og kom í ljós að flesta notendur vefjarins eða 77% þátttakenda í könnuninni er farið…

Á Litlu-jólum nemenda við Grunnskólann á Hólmavík í gær tóku menn sér fyrir hendur að ganga í kringum jólatré í dágóða stund, eftir að skemmtiatriðum lauk. Jólasveinar mættu á staðinn og gáfu börnunum mandarínur og hljómsveitin Grunntónn lék af lífs…

Samkvæmt vef Vegagerðarinnar er nú hálka á öllum vegum á Ströndum og snjór á vegi norður í Árneshrepp, en leiðin þangað var opnuð í gærdag. Veðurspá fyrir daginn gerir ráð fyrir sunnanátt 5-10 m/s.  Reiknað er með bjartviðri, en vindur verði…

Kaupfélag Steingrímsfjarðar hefur sent frá sér fréttabréf þar sem fram koma jólatilboð og breyttur opnunartími um hátíðarnar. Verslanirnar á Hólmavík og Drangsnesi verða opnar laugardaginn 18. desember frá 11-16, á Þorláksmessu frá 9-22 og á aðfangadag frá 10-12. Lokað er…

Mikið fjör var á Litlu-jólum Grunnskólans á Hólmavík sem haldin voru í Félagsheimilinu. Hver bekkur var að venju búinn að æfa atriði fyrir hátíðina og sýndu þau hvert af öðru við mikinn fögnuð áhorfenda. Fréttaritari strandir.is – Jón Jónsson – var…