Í síðasta tölublaði Bændablaðsins er fjallað um nettengingar á Vestfjörðum og viðtal við Þórð Halldórsson á Laugarholti við Djúp í Hólmavíkurhreppi. Bændur við Djúp höfðu sent undirskriftalista til samgönguráðuneytis með ósk um úrbætur og fengið svar sem Þórður kallar "dæmigert stofnanasvar"….

Í dag sunnudag verður skemmtun á jólamarkaði Strandakúnstar á Hólmavík í gamla Kaupfélagshúsinu. Sönghópur mætir á svæðið kl. 17:00 og syngur inn jólastemmninguna og það er aldrei að vita nema einhverjir af jólakörlunum láti líka sjá sig.

Í gær hélt Kvenfélag Árneshrepps og nemendur ásamt starfsfólki Finnbogastaðaskóla Litlu-jólin í Félagsheimilinu í Árnesi. Dagskráin hófst með borðhaldi, hangiket og laufabrauð voru á matseðlinum og allt meðlæti sem því fylgir. Síðan voru nemendur og starfsfólk skólans með skemmtidagskrá, meðal…

Fyrstu könnunni sem gerð var hér á strandir.is er nú lokið, þótt enn sé ekki búið að opna vefinn. Spurningin var: Hlakkar þú til jólanna? og kom í ljós að flesta notendur vefjarins eða 77% þátttakenda í könnuninni er farið…

Á Litlu-jólum nemenda við Grunnskólann á Hólmavík í gær tóku menn sér fyrir hendur að ganga í kringum jólatré í dágóða stund, eftir að skemmtiatriðum lauk. Jólasveinar mættu á staðinn og gáfu börnunum mandarínur og hljómsveitin Grunntónn lék af lífs…

Samkvæmt vef Vegagerðarinnar er nú hálka á öllum vegum á Ströndum og snjór á vegi norður í Árneshrepp, en leiðin þangað var opnuð í gærdag. Veðurspá fyrir daginn gerir ráð fyrir sunnanátt 5-10 m/s.  Reiknað er með bjartviðri, en vindur verði…

Kaupfélag Steingrímsfjarðar hefur sent frá sér fréttabréf þar sem fram koma jólatilboð og breyttur opnunartími um hátíðarnar. Verslanirnar á Hólmavík og Drangsnesi verða opnar laugardaginn 18. desember frá 11-16, á Þorláksmessu frá 9-22 og á aðfangadag frá 10-12. Lokað er…

Mikið fjör var á Litlu-jólum Grunnskólans á Hólmavík sem haldin voru í Félagsheimilinu. Hver bekkur var að venju búinn að æfa atriði fyrir hátíðina og sýndu þau hvert af öðru við mikinn fögnuð áhorfenda. Fréttaritari strandir.is – Jón Jónsson – var…

Nóg er um að vera í skemmtanalífinu á Hólmavík svona rétt fyrir jólin. Laugardaginn 18. desember verður Héraðsbókasafnið með auka opnunartíma frá kl. 14:00-15:00 svo að menn geti nú náð sér í góða bók til að lesa um jólin. Þaðan…

Náttúrustofa Vestfjarða hefur á árinu unnið að umhverfismatsskýrslu vegna Vonarholtsvegar um Arnkötludal og Gautsdal. Þessi vinna er nú á lokastigi og matsskýrslan verður send Skipulagsstofnun nú um hátíðarnar. Skipulagsstofnun auglýsir svo matsskýrsluna tveim vikum síðar, þannig að búast má við…