Leiksýningu sem vera átti á Drangsnesi í kvöld á leikritinu Friðarbarninu sem leikið er af grunnskólabörnum á Ströndum hefur nú verið frestað fram yfir jól af óviðráðanlegum orsökum.

Undanfarið hafa staðið yfir miklar framkvæmdir við nýja sundlaug á Drangsnesi. Sundlaugin sjálf er komin upp að mestu leyti, þó eftir sé að ganga frá dælubúnaði og dúk. Þá er stefnt að því að búið verði að loka þjónustuhúsinu við…

Á fimmtudaginn var fór fram söngvakeppni félagsmiðstöðvarinnar Ozon á Hólmavík. Alls kepptu sjö atriði þar um að komast fyrir hönd Ozon í söngvakeppni Samfés á næsta ári. Sigurvegari í keppninni að þessu sinni varð Aðalheiður Lilja Bjarnadóttir sem flutti lagið Stand…

Líf og fjör var á Jólamarkaði Strandakúnstar í gamla kaupfélagshúsinu á Hólmavík í dag. Þar tróð upp söngflokkur sem var skipaður Salbjörgu Engilbertsdóttur, Sverri Guðbrandssyni, Kristjáni Sigurðssyni og Láru Guðrúnu Agnarsdóttur. Sungu þau jólalög af miklum móð fyrir gesti og gangandi…

Hálkan hefur verið dálítið að stríða mönnum upp á síðkastið hér fyrir norðan og mörgum orðið hált á svellinu. Myndina hér að neðan af veghefli að skrapa svell norður í Árneshreppi tók Jón Guðbjörn Guðjónsson í Litlu-Ávík á föstudaginn var…

Samkvæmt vef Vegagerðarinnar er nú hálka á öllum vegum á Ströndum og þungfært í Árneshrepp. Veðurspá Veðurstofunnar gerir ráð fyrir sunnanátt, 5-10 m/s, og skýjuðu veðri. Suðvestan 8-13 m/s og él með kvöldinu. Frost 3-8 stig, en hiti nálægt frostmarki…

Undirbúningurinn fyrir formlega opnun vefjarins strandir.is hefur gengið býsna hægt nú um helgina, þó þeir sem skoði verði kannski lítið varir við þau ævintýri. Fréttaritara vantar ennþá frá Drangsnesi, í Bitru og Hrútafirði, en það stendur vonandi allt til bóta í…

Í síðasta tölublaði Bændablaðsins er fjallað um nettengingar á Vestfjörðum og viðtal við Þórð Halldórsson á Laugarholti við Djúp í Hólmavíkurhreppi. Bændur við Djúp höfðu sent undirskriftalista til samgönguráðuneytis með ósk um úrbætur og fengið svar sem Þórður kallar "dæmigert stofnanasvar"….

Í dag sunnudag verður skemmtun á jólamarkaði Strandakúnstar á Hólmavík í gamla Kaupfélagshúsinu. Sönghópur mætir á svæðið kl. 17:00 og syngur inn jólastemmninguna og það er aldrei að vita nema einhverjir af jólakörlunum láti líka sjá sig.

Í gær hélt Kvenfélag Árneshrepps og nemendur ásamt starfsfólki Finnbogastaðaskóla Litlu-jólin í Félagsheimilinu í Árnesi. Dagskráin hófst með borðhaldi, hangiket og laufabrauð voru á matseðlinum og allt meðlæti sem því fylgir. Síðan voru nemendur og starfsfólk skólans með skemmtidagskrá, meðal…