Héraðsbókasafn Strandasýslu í Grunnskólanum á Hólmavík er opið í síðasta skipti fyrir jól í kvöld frá kl. 20:00-21:00. Eru menn hvattir til að birgja sig vel upp af bókum fyrir jólin svo þeir hafi nú eitthvað að lesa á meðan…

Vegagerðin hefur sent frá sér viðvörun þar sem hún biður fólk um að vera ekki á ferð á Ennishálsi og Steingrímsfjarðarheiði. Það er vonskuveður víða um landið norðanvert og alls ekki ferðaveður á nokkrum leiðum. Frétt þessa efnis birtist á mbl.is…

Opið verður á aðfangadag og gamlársdag í nýju sundlauginni á Hólmavík frá 10:00-14:00. Gufubaðið opnar klukkutíma seinna en laugin. Lokað verður hins vegar á jóladag, annan í jólum og nýjársdag. Opið er á hefðbundnum tímum milli jóla og nýárs.

Rafmagn fór af norður í Árneshrepp upp úr kl. 9:00 í gærkvöld og komst aftur á um 11:30 og var því rafmagnslaust í um tvo og hálfan tíma. Bilunin var sú að það skóf inn í spenniskúr við Bæ í Trékyllisvík í allhvössum vindi…

Sparisjóður Strandamanna á Hólmavík hefur sent frá sér fréttatilkynningu um afgreiðslutíma hjá Sparisjóðnum nú um jól og áramót, utan hefðbundins opnunartíma á virkum dögum sem er frá kl. 9:00 til 16:30.

Það er óhætt að segja að veturinn sé lentur á Ströndum. Veðurhorfur næsta sólarhring gera ráð fyrir norðaustan 10-15 m/s með snjókomu eða éljum, en hægari breytileg átt verður síðan inn til landsins fram á kvöld. Frost ætti að verða á…

Í dag lagði tíðindamaður strandir.is leið sína til Årslev sem er vinabær Hólmavíkur í Danmörku. Sveitarfélagið samanstendur alls af sex kauptúnum og heitir eftir stærsta bænum. Aðrir bæir sem tilheyra sveitarfélaginu Årslev eru Nørre Søby, Nørre Lyndelse, Sønder Nærå, Rolfsted og…

Á síðasta hreppsnefndarfundi úthlutaði hreppsnefnd Árneshrepps byggðakvótanum sem sveitarfélaginu Árneshreppi var úthlutað fyrir stuttu af Sjávarútvegsráðuneytinu, en í hlut Árneshrepps komu 10 þorskígildistonn.

Í dag er stysti dagur ársins og vetrarsólhvörf – hátíð hjá Ásatrúarmönnum. Menn þurfa að vera vel vakandi til að nýta dagsbirtuna sem best, bæði börn og fullorðnir. Fréttaritari strandir.is – Jón Jónsson – smellti af þessum myndum af börnum að…

Á tíu ára tímabili, frá árinu 1994 til ársins 2004, hefur Strandamönnum fækkað um nákvæmlega 280. Til viðmiðunar má nefna að það eru fleiri en nú búa samanlagt í Bæjarhreppi, Kaldrananeshreppi og Árneshreppi. Þessar tölur eru sláandi, en þó er…