Nú er einn helsti verslunardagur ársins skollinn á, Þorláksmessan. Verslanir Kaupfélags Steingrímsfjarðar á Drangsnesi og Hólmavík verða opnar í dag frá 9-22 í kvöld. Einnig verður opið á morgun aðfangadag frá kl. 10-12. Þá er opið á Jólamarkaði Strandakúnstar í gamla…

Fólksfækkun á Ströndum og kynjahlutfallið hefur verið nokkuð til umræðu í landsmiðlum í dag, eftir að Hagstofan birti í gær tölur um fólksfækkun í einstökum sveitarfélögum. Þetta er eðlilegt, enda er fækkunin hér síðasta áratuginn óþægilega mikil og með því…

Nokkuð víða um Strandir hafa menn verið að heimta fé af fjalli síðustu vikuna, en líklega hvergi meira en í Bjarnarfirðinum, eins og kemur fram í bréfi sem vefritinu strandir.is barst frá Árna Þór Baldurssyni í Odda. Ingi Vífill og…

Eins og mörg undanfarin ár þá verður boðið upp á skötu á matseðlinum í Brúarskála á Þorláksmessu. Þetta hefur verið mjög vinsælt á meðal viðskiptavina skálans og margir mætt til að gæða sér á góðgætinu, jafnt heimamenn í Hrútafirði sem ferðalangar.   

Tíðindamaður strandir.is í Danmörku var svo ljónheppinn að lenda í "julefrokost" hjá Bøgehøjskole þegar hann leit þar við í gær. Bøgehøjskóli er einn stærsti grunnskólinn í vinabæ Hólmavikur í Årslev, Danmörku. Fréttaritari strandir.is átti leið um skólann rétt í þann…

Eins og fram kom á strandir.is í gær er allmikill munur á fjölda karlkyns og kvenkyns íbúa á svæðinu. Karlmenn eru samtals 433 en konur eru 359 talsins, þannig að karlar eru 74 fleiri en kvenfólkið. Þetta vandamál hefur þó…

Nú eru margir Strandamenn farnir að dreyma um blessaða skötuna sem er hefðbundinn matur víða á Þorláksmessu. Sú skemmtilega hefð er árviss á Drangsnesi að skólabörnin í Grunnskólanum á Drangsnesi sjá þar um skötuveislu á Þorláksmessu, með aðstoð foreldra sína.

Héraðsbókasafn Strandasýslu í Grunnskólanum á Hólmavík er opið í síðasta skipti fyrir jól í kvöld frá kl. 20:00-21:00. Eru menn hvattir til að birgja sig vel upp af bókum fyrir jólin svo þeir hafi nú eitthvað að lesa á meðan…

Vegagerðin hefur sent frá sér viðvörun þar sem hún biður fólk um að vera ekki á ferð á Ennishálsi og Steingrímsfjarðarheiði. Það er vonskuveður víða um landið norðanvert og alls ekki ferðaveður á nokkrum leiðum. Frétt þessa efnis birtist á mbl.is…

Opið verður á aðfangadag og gamlársdag í nýju sundlauginni á Hólmavík frá 10:00-14:00. Gufubaðið opnar klukkutíma seinna en laugin. Lokað verður hins vegar á jóladag, annan í jólum og nýjársdag. Opið er á hefðbundnum tímum milli jóla og nýárs.