Hagstofa Íslands hefur nú birt bráðabirgðatölur um íbúafjölda í einstökum sveitarfélögum 1. desember 2004. Þessar tölur hafa reynst býsna nákvæmar síðustu ár og litlar breytingar hafa venjulega orðið við endanlega birtingu á íbúatölum. Tölurnar eru sláandi slæmar fyrir Strandamenn að þessu…

Veðurspá fyrir næsta sólarhring gerir ráð fyrir fremur hægri suðlægri átt og snjókomu með köflum, en norðaustan 10-15 m/s undir kvöld og éljagang. Hita er spáð um og undir frostmarki. Á miðvikudag er síðan spáð norðan og norðvestan 8-13 m/s og snjókomu eða…

Í tilefni af opnun fréttavefjarins strandir.is mun Sigurður Atlason, einn fjölmargra fréttaritara vefjarins, fara í vinabæjarheimsókn til Årslev á morgun og færa tíðindi þaðan inn á fréttavefinn.

Í dag var veghefill á ferð í Bæjarhreppi, til að vinna á hálkunni, en hefill hefur lítið sést hér að vetri til. Mikil hálka hefur verið í Bæjarhreppi undanfarnar vikur eins og víða um land. Hannes Hilmarsson á Kolbeinsá, sem þjónustar m.a. veginn um Bæjarhrepp, hefur verið…

Jólagjöfin í ár til allra Strandamanna nær og fjær er komin í loftið – héraðsfréttavefurinn strandir.is. Það er fyrirtækið Sögusmiðjan sem stendur fyrir framtakinu, en ritstjóri er Jón Jónsson á Kirkjubóli. Vefurinn verður síðan byggður upp á framlagi fréttaritara sem búa víðs vegar…

Leiksýningu sem vera átti á Drangsnesi í kvöld á leikritinu Friðarbarninu sem leikið er af grunnskólabörnum á Ströndum hefur nú verið frestað fram yfir jól af óviðráðanlegum orsökum.

Undanfarið hafa staðið yfir miklar framkvæmdir við nýja sundlaug á Drangsnesi. Sundlaugin sjálf er komin upp að mestu leyti, þó eftir sé að ganga frá dælubúnaði og dúk. Þá er stefnt að því að búið verði að loka þjónustuhúsinu við…

Á fimmtudaginn var fór fram söngvakeppni félagsmiðstöðvarinnar Ozon á Hólmavík. Alls kepptu sjö atriði þar um að komast fyrir hönd Ozon í söngvakeppni Samfés á næsta ári. Sigurvegari í keppninni að þessu sinni varð Aðalheiður Lilja Bjarnadóttir sem flutti lagið Stand…

Líf og fjör var á Jólamarkaði Strandakúnstar í gamla kaupfélagshúsinu á Hólmavík í dag. Þar tróð upp söngflokkur sem var skipaður Salbjörgu Engilbertsdóttur, Sverri Guðbrandssyni, Kristjáni Sigurðssyni og Láru Guðrúnu Agnarsdóttur. Sungu þau jólalög af miklum móð fyrir gesti og gangandi…

Hálkan hefur verið dálítið að stríða mönnum upp á síðkastið hér fyrir norðan og mörgum orðið hált á svellinu. Myndina hér að neðan af veghefli að skrapa svell norður í Árneshreppi tók Jón Guðbjörn Guðjónsson í Litlu-Ávík á föstudaginn var…