Rafmagnstruflanir hafa haldið áfram á Ströndum í dag og víðar á Vestfjörðum. Rafmagn hefur verið óstöðugt frá því um kl. 15:00 í dag. Höfuðrofi í félagsheimilinu Sævangi var úti þegar að var hugað fyrir skemmstu og þar með hefur líklega verið slökkt á netsambandi…

Flughálka er nú um kl. 12:00 á vegum á Ströndum, enda hefur rignt á svellin á veginum. Eins stigs hiti er bæði á Steingrímsfjarðarheiði og Ennishálsi. Samkvæmt upplýsingavef Vegagerðarinnar er leiðin í Bjarnarfjörð um Bjarnarfjarðarháls þungfær og þæfingur frá Drangsnesi og inn…

Rafmagnstruflanir hafa verið á Ströndum og víðar á Vestfjörðum og Vesturlandi frá því rúmlega 8:00 í morgun. Samkvæmt upplýsingum Ríkisútvarpsins fór rafmagn af Vesturlínu milli Hrútatungu og Geiradals og var talið er að línan hafi farið út í óveðri í morgun. Rafmagn…

Annarri könnuninni hér á vefnum er lokið, en hún snérist um hvað lesendur vefjarins strandir.is ætluðu sér að borða á aðfangadag. Langflestir höfðu hamborgarhrygg á borðum, en léttreyktur lambahryggur var líka vinsæll og hangikjöt og lambasteik. Rjúpan tók mikið stökk…

Fjölmenni var við guðsþjónustu í Drangsneskapellu í dag, jóladag. Við athöfnina voru tvö börn borin til skírnar. Sigurbjörg Halldóra Halldórsdóttir dóttir þeirra Aðalbjargar Óskarsdóttur og Halldórs Loga Friðgeirssonar og Jón Anton Lee Farley sonur Önnu Heiðu Jónsdóttur og Darren Lee Farley….

Nú þegar klukkan er að verða 12 á hádegi á jóladag er hæglætisveður við Steingrímsfjörð á Ströndum. Á Ennishálsi er samkvæmt vef Vegagerðarinnar kl. 11:20 norðvestan 9 m/s og fimm stiga frost. Klukkan 9 í morgun var hins vegar 15 m/s úr norðnorðvestri í…

Fréttavefurinn strandir.is óskar öllum lesendum sínum nær og fjær gleðilegra jóla. Vonandi verður jólahátíðin ánægjuleg hjá ykkur öllum, hvar sem þið eruð stödd í veröldinni. Við vonum að gleði og friður eigi samastað hjá ykkur um jólin. Gleðileg jól og hafið…

Úr dagbók farkennara

Margir þeir Strandamenn sem komnir eru til vits og ára kannast við Oddnýju Guðmundsdóttir sem var lengi farkennari á Ströndum, fyrst snemma á 6. áratugnum og svo á seinni hluta 7. áratugarins og fram á miðjan 8. áratuginn. Eftir hana liggja nokkrar…

Þau tíðindi hafa borist fréttavefnum strandir.is að jólasveinninn á Grænlandi svari ekki lengur bréfum frá börnum víðsvegar úr heiminum sem senda honum óskalista fyrir jólin nema með fylgi 80 danskar krónur í póstburðargjald. Það eru um það bil 880 íslenskar krónur.

Nú er komið vitlaust veður norður í Árneshreppi, kl. 9 í morgun var þar norðanátt 20 m/s og snjókoma. Töluvert hægara veður er ennþá í Steingrímsfirði, en skafrenningur og ofankoma, en á Ennishálsi er 19 m/s og stórhríð samkvæmt vef vegagerðarinnar. Vegir…