Sá skemmtilegi siður hefur lengi tíðkast á Hólmavík að félagar í Lions koma fyrir heljarstórum kassa í Kaupfélaginu sem fólk getur stungið jólakortum í sem eiga að fara til íbúa í þorpinu. Þau komast svo öll til skila á Þorláksmessukvöld því Lionsmenn flokka öll…

Þegar fréttaritari strandir.is í Árneshreppi var á leið með póstinn frá flugvellinum á Gjögri á póststöðina í Bæ keyrði hann fram á bíl sem hafði farið út af í Skarðvík í Trékyllisvík. Aðeins ökumaður var í bílnum, en hún slapp ósködduð sem betur fer….

Nú er kalt á Ströndum en bjart og fallegt veður, að minnsta kosti við Steingrímsfjörð. Hitamælir á Kirkjubóli sýndi 16 gráðu frost í morgun og 20 stiga frost og logn er nú á Steingrímsfjarðarheiði kl. 12:40 samkvæmt vef Vegagerðarinnar. Hálka…

Í fréttatilkynningu frá Hólmavíkurhreppi sem barst í morgun kemur fram að skrifstofa hreppsins verður lokuð á morgun aðfangadag. Jafnframt vill hreppsskrifstofan nota tækifærið og senda öllum Strandamönnum nær og fjær innilegar jólakveðjur.

Fréttaritið strandir.is hefur haft spurnir af jólaböllum í félagsheimilunum á Hólmavík og Drangsnesi á annan dag jóla og hefst jólaballið á Hólmavík kl. 14:00. Þá höfum við haft spurnir af aftansöng jóla í Hólmavíkurkirkju á aðfangadag kl. 18:00 og borist…

Nú er einn helsti verslunardagur ársins skollinn á, Þorláksmessan. Verslanir Kaupfélags Steingrímsfjarðar á Drangsnesi og Hólmavík verða opnar í dag frá 9-22 í kvöld. Einnig verður opið á morgun aðfangadag frá kl. 10-12. Þá er opið á Jólamarkaði Strandakúnstar í gamla…

Fólksfækkun á Ströndum og kynjahlutfallið hefur verið nokkuð til umræðu í landsmiðlum í dag, eftir að Hagstofan birti í gær tölur um fólksfækkun í einstökum sveitarfélögum. Þetta er eðlilegt, enda er fækkunin hér síðasta áratuginn óþægilega mikil og með því…

Nokkuð víða um Strandir hafa menn verið að heimta fé af fjalli síðustu vikuna, en líklega hvergi meira en í Bjarnarfirðinum, eins og kemur fram í bréfi sem vefritinu strandir.is barst frá Árna Þór Baldurssyni í Odda. Ingi Vífill og…

Eins og mörg undanfarin ár þá verður boðið upp á skötu á matseðlinum í Brúarskála á Þorláksmessu. Þetta hefur verið mjög vinsælt á meðal viðskiptavina skálans og margir mætt til að gæða sér á góðgætinu, jafnt heimamenn í Hrútafirði sem ferðalangar.   

Tíðindamaður strandir.is í Danmörku var svo ljónheppinn að lenda í "julefrokost" hjá Bøgehøjskole þegar hann leit þar við í gær. Bøgehøjskóli er einn stærsti grunnskólinn í vinabæ Hólmavikur í Årslev, Danmörku. Fréttaritari strandir.is átti leið um skólann rétt í þann…