Töluverð ofankoma var seinnipartinn í gær, skafrenningur og él. Snjór er á vegi suður sýslu frá Hólmavík nú kl. 8:40, en mokstur stendur yfir. Hálka er veruleg eins og áður. Á vef Vegagerðarinnar er merkt þungfært um Bjarnarfjarðarháls en þæfingur…

Sveitarfélög á landinu eru nú búin að ákveða útsvarsprósentu fyrir árið 2005. Flest þeirra fullnýta þá heimild sem þau hafa til þessarar skattlagningar eða 71 af 101 sveitarfélagi. Hámarksálagning er 13,03%, en aðeins 5 sveitarfélög leggja lágmarksupphæðina á íbúa sína eða…

Eins og í flestum byggðalögum, þá er jólaball ómissandi þáttur í tilverunni í Hrútafirði. Í dag hélt Kvenfélagið Iðunn í Bæjarhreppi sitt árlega jólaball í Barnaskólanum á Borðeyri og var samkoman vel sótt, enda mörg börn á öllum aldri í hreppnum….

Í fréttatilkynningu frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga kemur fram að ráðgjafarnefnd sjóðsins samþykkti þann 10. desember sl. áætlun á framlögum úr nokkrum flokkum sem sjóðurinn veitir styrki til fyrir árið 2005. Hér er m.a. um að ræða stofnframlög vegna framkvæmda í sveitarfélögum með færri en 2000 íbúa,…

Fréttaritari strandir.is – Jón Jónsson – var staddur á Hólmavík í dag þegar Grímsey ST 102 sigldi inn í höfnina og notaði auðvitað tækifærið og smellti af nokkrum myndum. Bjart og fallegt veður er á Hólmavík öðru hverju, en él á…

Undirbúningur er nú hafinn fyrir Spurningakeppni Strandamanna 2005 og stendur Sauðfjársetur á Ströndum fyrir henni eins og síðustu ár. Búið er að negla niður keppniskvöld og verður keppt sunnudagskvöldin 6. og 20. febrúar og 6. og 20. mars að öllu…

Samkvæmt vef Vegagerðarinnar er hálka á vegum á Ströndum nú laust fyrir kl. 9:00 og verið að moka frá Drangsnesi í Bjarnarfjörð. Þungfært er um Bjarnarfjarðarháls og ófært í Árneshrepp. Skafrenningur er á stöku stað. Veðurspáin gerir ráð fyrir suðvestan 8-13 m/s…

Að venju var jólaball í Samkomuhúsinu Baldri á Drangsnesi á annan dag jóla. Þar mæta að sjálfsögðu allir krakkar, foreldrar og svo afar og ömmur að sjálfsögðu líka. Þarna komu góðir gestir, þeir Stúfur og Stekkjastaur en þeir litu aðeins við á…

Framundan er Gamlársdagsmót í innanhúsfótbolta í nýja íþróttahúsinu á Hólmavík, en Flosi Helgason stendur fyrir þessu móti sem verður á léttu nótunum og hefst á gamlársdag kl. 10:00 um morguninn. Jafnframt fer nú væntanlega að hefjast hið stranga undirbúningstímabil knattspyrnuliða…

Í dag eru víða haldin jólaböll, m.a. á Hólmavík og Drangsnesi. Fréttaritari strandir.is – Ester Sigfúsdóttir – skellti sér með börnin á jólaball og smellti af þeim myndum sem hér fylgja. Rafmagnið datt tvisvar út á meðan á ballinu stóð,…