Sundlaugarbygging fokheld

Sundlaugarbyggingin á Drangsnesi er orðin fokheld. Hefur verkið gengið mjög vel, en byrjað var að grafa fyrir byggingunni þann 21. ágúst sl. Þakjárn er komið á húsið og klæðning utan á kemur um leið og veður leyfir. Hurðir og gluggar eru…

Rétt fyrir klukkan 4 í nótt fór rafmagn af öllu Vesturlandi og Vestfjörðum og mestum hluta Húnaþings. Ástæðan var bilun í dreifingarkerfi Landsvirkjunar. Samkvæmt upplýsingum mbl.is er talið að bilunina megi rekja til ísingar á línum og jafnvel til eldinga. Eldingaveður…

Nú laust fyrir 8:00 er 1 stigs hiti við Steingrímsfjörð á Ströndum og töluverð úrkoma. Nokkuð hvasst er, 16 m/s á Ennishálsi og 17 m/s á Steingrímsfjarðarheiði kl. 7:40. Spáin gerir ráð fyrir suðvestan 13-18 m/s, en allt að 23 m/s í vindstrengjum…

Bridgefélag Hólmavíkur kemur vikulega saman og spilar bridge yfir vetrartímann. Nú í vetur er spilað á þriðjudagskvöldum í Rósubúð, Björgunarsveitarhúsinu á Hólmavík, og hefst spilamennskan jafnan kl. 20:00. Þeim sem áhuga hafa á að taka þátt er velkomið að slást í hópinn….

Nú fara Strandamenn að huga að kaupum á flugeldum, eins og aðrir landsmenn. Útsölustaðir björgunarsveitanna á Ströndum eru samkvæmt vefnum www.flugeldar.is í aðstöðu björgunarsveitarinnar í Árneshreppi og í björgunarsveitarhúsunum á Drangsnesi og Hólmavík. Ekki hafa borist spurnir af opnunartíma. Töluvert efni…

Ungmennafélagið Leifur heppni hélt í gærkvöld félagsvist í félagsheimilinu Árnesi í Trékyllisvík. Félagsvistin var haldin í fjáröflunarskyni og var spilað á átta borðum. Verðlaun voru fyrir fyrstu verðlaun karla og kvenna, einnig voru setuverðlaun. Það dró úr aðsókn að fólk sem…

Ferðamálaráð Íslands hefur auglýst eftir umsóknum um styrki til úrbóta í umhverfismálum fyrir árið 2005. Úthlutað verður um 40 milljónum króna og skiptist upphæðin í þrjá meginflokka. Verkefnið er liður í markvissri uppbyggingu ferðaþjónustu og fyrirbyggjandi aðgerðum til verndunar á…

Töluverð ofankoma var seinnipartinn í gær, skafrenningur og él. Snjór er á vegi suður sýslu frá Hólmavík nú kl. 8:40, en mokstur stendur yfir. Hálka er veruleg eins og áður. Á vef Vegagerðarinnar er merkt þungfært um Bjarnarfjarðarháls en þæfingur…

Sveitarfélög á landinu eru nú búin að ákveða útsvarsprósentu fyrir árið 2005. Flest þeirra fullnýta þá heimild sem þau hafa til þessarar skattlagningar eða 71 af 101 sveitarfélagi. Hámarksálagning er 13,03%, en aðeins 5 sveitarfélög leggja lágmarksupphæðina á íbúa sína eða…

Eins og í flestum byggðalögum, þá er jólaball ómissandi þáttur í tilverunni í Hrútafirði. Í dag hélt Kvenfélagið Iðunn í Bæjarhreppi sitt árlega jólaball í Barnaskólanum á Borðeyri og var samkoman vel sótt, enda mörg börn á öllum aldri í hreppnum….