Verið að moka í Árneshrepp

Verið er að moka Strandaveg í Árneshrepp í þessum töluðum orðum, en ófært hefur verið síðustu daga norður í Árneshrepp, líklega í 10 daga samfellt eða allt frá 17. nóvember. Sömuleiðis hefur verið ófærð innan sveitar og enn er merkt…

Fjallafinka á Hólmavík

Á vef Náttúrustofu Vestfjarða kemur fram að fjallafinka (Fringilla montifringilla) sást á Hólmavík í lok október síðastliðinn. Fuglinn sást af og til í viku og líklegt að um nokkra fugla hafi verið að ræða. Fjallafinka er á stærð við steindepil,…

Veturinn kominn á Ströndum

Á meðan vefurinn strandir.is lá niðri síðustu 9 daga og 9 nætur vegna gríðarlega alvarlegrar kerfisbilunar hjá hýsingaraðilanum 1984.is, kom veturinn á Ströndum. Á köflum hefur verið ófært og illviðrasamt síðustu daga, en horfir vonandi til betri vegar um og…

Íbúafundur í Árneshreppi

Eins og kunnugt er sótti Árneshreppur um þátttöku í verkefninu Brothættar byggðir og var tekinn inn í verkefnið í haust. Nú boðar verkefnisstjórn til íbúafundar í Árneshreppi á þriðjudaginn 28. nóv. kl. 14-16:30. Í verkefnastjórn sitja fulltrúar frá Árneshreppi, Byggðastofnun…

511 Hólmavík - nýtt póstnúmer fyrir dreifbýlið

Pósturinn ætlar sér að breyta póstnúmerum í dreifbýli sem áður voru með sama númer og næsti þéttbýlisstaður. Breytingin tekur gildi um mánaðarmótin næstu. Venjulega bætist einn við númerið í dreifbýlinu við þessa breytingu. Þannig mun póstnúmerið 510 Hólmavík gilda áfram…

Vestfjarðastofa stofnuð á Ísafirði 1. des.

Samkvæmt fréttatilkynningu frá Fjórðungssambandi Vestfirðinga hefur nú um nokkurt skeið staðið yfir undirbúningur að stofnun Vestfjarðastofu. Hún mun taka að sér þau verkefni sem Fjórðungssamband Vestfirðinga og Atvinnuþróunarfélag Vestfjarða hafa sinnt hingað til og er ætlunin að Vestfjarðastofa verði sjálfseignarstofnun,…

Vinnusmiðja um stafrænar sögur

Síðustu daga hafa Salvör Aradóttir og Ólafur Hrafn Júlíusson frá verkefninu Stafrænar sögur hjá ReykjavíkurAkademíunni verið á Hólmavík með vinnusmiðju fyrir ungt fólk. Smiðjan er hluti af samnorrænu verkefni sem heitir Sögur að norðan (e. Stories from the North). Grunnskólinn á Hólmavík og Rannsóknasetur…

Fundur um áfangastaðaáætlun fyrir Vestfirði

Á Hólmavík var nýverið haldinn opinn fundur fyrir ferðaþjóna á Ströndum og Reykhólahreppi og aðra hagsmunaaðila um forgangsröðun áfangastaða í ferðaþjónustu á Vestfjörðum. Það var Markaðsstofa Vestfjarða sem stóð fyrir fundinum sem tengist svokölluðu DMP verkefni. Líflegar umræður urðu um…

Áframhald á ljósleiðaravæðingu á Ströndum

Bæði Strandabyggð og Kaldrananeshreppur eiga kost á stuðningi við að koma ljósleiðara í dreifbýlið á næsta ári, Strandabyggð á kost á 2 styrkjum fyrir samtals 13 staði að upphæð um 7,6 millj. og Kaldrananeshreppur 2 styrkjum fyrir samtals 19 staði…

Aðventukransar á Sauðfjársetrinu

Dagbjört frá föndurversluninni Hlín á Hvammstanga, ætlar að mæta á Sauðfjársetur á Ströndum í Sævangi mánudaginn 27. nóvember og kenna fólki að gera aðventukrans, hurðakrans eða jólaborðskreytingu. Námskeiðið kostar 3.000 fyrir utan efni. Skráning á námskeiðið er hjá Ester Sigfúsdóttir framkvæmdastjóra…