Hide Your Fires - ljósmyndasýning á Galdrasafninu

Föstudagskvöldið 14. júlí kl. 20:30 verður opnuð ljósmyndasýning í Gallerý Galdri á Galdrasafninu á Hólmavík. Þar eru til sýnis myndir eftir Giní sem er frönsk myndlistarkona sem notar ljósmyndir sem skapandi ferli. Sýningin ber yfirskriftina Hide Your Fires og verður uppi…

Íris Ósk Ingadóttir ráðin tómstundafulltrúi í Strandabyggð

Íris Ósk Ingadóttir hefur verið ráðin í starf tómstundafulltrúa í Strandabyggð. Tekur hún við af Esther Ösp Valdimarsdóttur sem lét af störfum í byrjun mánaðarins og snýr sér að öðrum verkefnum, eftir að hafa starfað sem tómstundarfulltrúi í fjögur ár….

Basknesk hátíð í Dalbæ á Snæfjallaströnd

Föstudaginn 14. júlí kl 19-22 verður basknesk hátíð á Snæfjallaströnd, á söguslóðum Spánverjavíganna. Ferðaþjónustan í Dalbæ og Snjáfjallasetur standa að hátíðinni í samstarfi við Baskavinafélagið á Íslandi. Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir og Francisco Javier Jáuregui flytja baskesk þjóðlög og sýnd verður kvikmyndin…

HeyHey sumarfjör á Hólmavík í dag

Í dag, miðvikudaginn 12. júlí kl. 17:00, ætla krakkarnir sem hafa verið í Skapandi sumarstörfum í samstarfi Náttúrubarnaskólans og Strandabyggðar að halda sumarfjörs viðburð í Kirkjuhvamminum á Hólmavík. Viðburðurinn heitir HeyHey – sumarfjör á Hólmavík og það er ókeypis að…

Drög að svæðisskipulagstillögu tilbúin

Á vefnum samtakamattur.is kemur fram að drög að svæðisskipulagsáætlun fyrir Dalabyggð, Reykhólahrepp og Strandabyggð liggja nú fyrir. Svæðisskipulagsnefnd ákvað á fundi sínum um miðjan júní að kynna drögin óformlega á netinu í sumar og óska eftir ábendingum frá íbúum og…

Menningarsjóður vestfirskrar æsku auglýsir eftir styrkumsóknum

Eins og undanfarin ár verða veittir styrkir úr Menningarsjóði vestfirskrar æsku til framhaldsnáms sem vestfirsk ungmenni geta ekki stundað í heimabyggð sinni. Félagssvæði Vestfirðingafélagsins er Ísafjarðarsýslur, Ísafjörður, Stranda- og Barðastrandasýslur. Á síðasta ári voru veittir styrkir að upphæð 450 þúsund…

Vill einhver taka að sér gamla Kópnesbæinn á Hólmavík?

Sveitarstjórn Strandabyggðar hefur auglýst eftir áhugasömum aðilum um endurgerð og uppbyggingu á gamla Kópnesbænum á Hólmavík. Finnist slíkir aðilar ekki á næstunni er ætlunin að rífa bæinn fyrir veturinn. Húsið er líklega byggt 1916 og er friðað lögum samkvæmt eins…

DJ-kvöld á Restaurant Galdri á Hólmavík

DJ-kvöld verður haldið á Restaurant Galdri á Hólmavík föstudagskvöldið 7. júlí og stendur frá kl. 21-23. Tónlistarviðburðir eru þar fyrsta föstudagskvöld í mánuði og nú eru það Töfie og Dubix sem sjá um tónlistina. Aðgangur er ókeypis og nánar má…

Um 220 manns mættu á Furðuleika á Ströndum

Furðuleikar Sauðfjársetursins á Ströndum eru venjulega lokaviðburður bæjarhátíðarinnar Hamingjudaga á Hólmavík sem haldnir voru um síðustu helgi. Þá er standandi kaffihlaðborð á boðstólum allan daginn og úti á velli leika börn og fullorðnir sér saman í ýmsum skringilegum  og skemmtilegum…

Vestfjarðavíkingar sýndu kraftana á Ströndum í dag

Keppt var í Vestfjarðavíkingnum á Drangsnesi og Hólmavík í dag og eru meðfylgjandi myndir teknar á Hólmavík þar sem keppt var í tveimur greinum. Það var Theodór Már Guðmundsson sem hélt lengst allra í Herkúlesarhaldinu að þessu sinni, en hann…