Strandabyggð ályktar um erfiðleika í sauðfjárbúskap

Sveitarstjórn Strandabyggðar og Atvinnu-, dreifbýlis- og hafnarnefnd sveitarfélagsins hafa sent frá sér ályktun þar sem þungum áhyggjum er lýst vegna erfiðleika hjá sauðfjárbændum. Bent er á að sauðfjárbúskapur skipti miklu máli í atvinnulífi sveitarfélagsins og að þörf sé á aðgerðum…

Kópnesbærinn verður gerður upp

Fyrr í sumar auglýsti sveitarstjórn Strandabyggðar eftir áhugasömum aðilum til að taka gamla Kópnesbæinn í fóstur, en annars var fyrirhugað að rífa húsin fyrir veturinn. Bærinn var reistur 1916 og er því friðaður og sambærileg kotbýli innan þéttbýlisstaða eru sjaldséð….

Frí námsgögn í Grunnskólanum á Hólmavík

Á fundi sveitarstjórnar Strandabyggðar í gær var samþykkt tillaga fræðslunefndar að námsgögn og ritföng við Grunnskólann á Hólmavík verði nemendum að kostnaðarlausu. Sveitarfélagið bætist því í hóp margra annarra sem ákveðið hafa sama fyrirkomulag. Þetta kemur fram á vef Strandabyggðar.

Íslandsmeistaramót í hrútaþukli

Það verður sannkölluð stórhátíð í Sauðfjársetrinu í Sævangi á Ströndum sunnudaginn 20. ágúst. Þá verður í fimmtánda skipti haldið Íslandsmeistaramót í hrútadómum og hefst skemmtunin kl. 14. Þessi íþróttagrein sem í daglegu tali er kölluð hrútaþukl er uppfinning Strandamanna og…

Ólafsdalshátíð í tíunda sinn - 12. ágúst

Ólafsdalshátíðin í Gilsfirði verður haldin í tíunda skipti laugardaginn 12. ágúst. Dagskráin er sérlega glæsileg þetta árið (sjá hér að neðan), en meðal annars koma fram Laddi (Þórhallur Sigurðsson), söngvarinn Valdimar Guðmundsson og með honum gítarleikarinn Örn Eldjárn, félagar úr leikhópnum Lottu sem skemmta börnum…

Mikið fjör á Náttúrubarnahátíð á Ströndum!

Náttúrubarnahátíð á Ströndum var haldin í fyrsta skipti um helgina af Náttúrubarnaskólanum sem starfar á Sauðfjársetrinu í Sævangi. Óteljandi uppákomur tengdar útivist og listum voru á dagskránni og fróðleik miðlað um ýmislegt tengt náttúrunni, bæði hvernig má nýta hana í…

Náttúrubarnahátíð í Sævangi

Langar þig að komast í betri tengsl við þitt innra náttúrubarn? Þá er um að gera að skella sér á Náttúrubarnahátíð á Ströndum sem haldin verður 28.-30. júlí. Þar gefst fólki færi á að finna og rækta náttúrubarnið í sér…

Þegar vatnið fraus – tuttugu ár frá tilkomu heita vatnsins á Drangsnesi

Sögusýningin Þegar vatnið fraus – tuttugu ár frá tilkomu heita vatnsins á Drangsnesi var opnuð 20. júlí sl. og verður opin allar helgar fram til 7. ágúst eða eftir samkomulagi. Mikill fjöldi fólks heimsótti sýninguna á Bryggjuhátíðinni á Drangsnesi. Tuttugu ár…

Bryggjuhátíð á Drangsnesi gekk mjög vel

Það var mikið fjölmenni samankomið á Bryggjuhátíð á Drangsnesi síðastliðinn laugardag, í einstöku blíðskaparveðri. Giskað hefur verið á að yfir 1000 manns hafi mætt á hátíðina sem var endurvakin eftir þriggja ára hlé. Bryggjuhátíð var fyrst haldin 1996 og hefur…

Sævangur í 60 ár

Um helgina eru liðin 60 ár síðan félagsheimilið Sævangur var vígt árið 1957. Af því tilefni verður kaffihlaðborð á boðstólum hjá Sauðfjársetrinu laugardaginn 15. júlí frá kl. 14-18. Viðburður verður kl. 16 þar sem sagt verður frá og spjallað um…