Gömlu góðu leikirnir á Sauðfjársetrinu

Hvernig léku krakkar sér í gamla daga? Hvað gerðu þau milli sveitaverkanna? Hvernig dót áttu þau?Fimmtudaginn 23. febrúar kl. 17 verður atburður á Sauðfjársetrinu í tengslum við sýninguna Sumardvöl í sveit. Dagrún Ósk Jónsdóttir þjóðfræðinemi segir þá frá gömlum leikjum…

Málþing um menningartengda ferðaþjónustu

Málþing um menningartengda ferðaþjónustu verður haldið á Restaurant Galdri fimmtudaginn 23. febrúar og hefst kl. 12:10. Á málþinginu láta bæði heimamenn á Ströndum og nemendur í hagnýtri menningarmiðlun við Háskóla Íslands ljós sitt skína og segja frá margvíslegum verkefnum. Málþingið…

Gönguklúbburinn Gunna fótalausa

Gönguklúbburinn Gunna fótalausa hefur verið á röltinu á nýja árinu og farið í gönguferðir í hádeginu á þriðjudögum í nágrenni Hólmavíkur. Um er að ræða opinn gönguklúbb og öllum er velkomið að slást í hópinn og mæta í göngu. Þriðjudaginn…

Heimildamyndin Brotið sýnd á Galdrasýningunni

Heimildamyndin Brotið verður sýnd á Galdrasýningunni á Hólmavík kl. 15:00 sunnudaginn 19. febrúar og er viðburðurinn hluti af vetrarhátíð Strandagaldurs. Fyrir sýningu segir Haukur Sigvaldason frá gerð myndarinnar, en hann hefur ásamt Maríu Jónsdóttur og Stefáni Loftssyni unnið að henni síðustu…

Jón lærði og Viðar Hreinsson á vetrarhátíð Strandagaldurs

Fræðimaðurinn Viðar Hreinsson heimsækir Strandir um helgina og kynnir bók sína um Strandamanninn og 17. aldar alþýðufræðimanninn Jón lærða Guðmundsson. Kynningin er hluti af vetrarhátíð Strandagaldurs og fer fram á Restaurant Galdri kl. 15:00 laugardaginn 18. febrúar. Ekkert kostar inn…

Strandabyggð staðfestir ljósleiðaralagningu

Nú hafa 24 sveitarfélög víða um land staðfest að þau vilji semja við Fjarskiptasjóð um styrk til lagningar á ljósleiðarakerfum, eins og þau hafa fengið vilyrði fyrir eftir útboð á fjármagni til verksins. Stefnt er að undirritun samninga við fyrstu hentugleika. Í…

Milljarður rís: Dansað gegn ofbeldi í Hnyðju á Hólmavík

Milljarður rís er dansbylting sem haldin er víða um heim. Með samtakamætti lætur heimsbyggðin til sín taka. Yfir milljarður karla, kvenna og barna kemur saman til að dansa fyrir réttlæti, fyrir heimi þar sem allir fá að njóta sömu tækifæra…

Uppeldisnámskeið á Hólmavík

Framundan er uppeldisnámskeið á Hólmavík fyrir foreldra og forráðamenn barna. Námskeiðið er  frá Miðstöð Heilsuverndar barna og hefur verið haldið þar og víða um land undanfarin ár. Námskeiðið er byggt á bókinni Uppeldisbókin – Að byggja upp færni til framtíðar. Útgáfa…

Vetrarhátíð: Veislumáltíð, Jón lærði, Brotið og One Bad Day

Heilmikil vetrarhátíð verður haldin hjá Strandagaldri og Restaurant Galdri helgina 17.-19. febrúar, trúbador, fræðimenn, heimildamynd og veislumáltíð. Það verður borðhald bæði föstudagskvöld og laugardagskvöld og má sjá matseðilinn hér að neðan. Trúbadorinn One Bad Day, hinn góðkunni Eyvindur Karlsson, heldur gestum…

Þorrablót á Borðeyri

Þorrablót á Borðeyri verður haldið laugardaginn 18. febrúar og opnar húsið kl. 19:30. Dagskrá hefst hálftíma síðar. Maturinn kemur frá Dalakoti í Búðardal og hljómsveitin Ljósbrá leikur fyrir dansi. Miðaverð kr 7.500, en ekki verður posi á staðnum. Skráning þarf að vera fyrir kl….