Aðventukvöld í Hólmavíkurkirkju

Aðventukvöld verður haldið í Hólmavíkurkirkju fimmtudaginn 7. desember kl. 19:30. Á dagskránni verður kórsöngur, upplsetur og almennur söngur. Í dreifibréfi frá sóknarpresti eru öll sem áhuga hafa boðin velkomin.

Aðventuhátíð Kórs Átthagafélags Strandamanna

Aðventuhátíð Átthagafélags Strandamanna verður haldin sunnudaginn 10. desember í Bústaðakirkju og hefst kl. 16. Á hátíðinni mun kórinn flytja vel þekkt og skemmtileg jólalög. Barnakór sem stofnaður var sérstaklega fyrir hátíðina mun einnig syngja nokkur lög. Einsöngvari er hin ástsæla Sigrún…

Spilavist í Sævangi

Haldin verður félagsvist í Sævangi mánudagskvöldið 4. desember og hefst spilamennskan klukkan 20. Þetta er önnur félagsvistin sem haldin er í Sævangi í vetur. Veitingar eru innifaldar í þátttökugjaldi sem er kr. 1.300.- fyrir 12 ára og eldri og kr….

Dagbók Sighvatar Borgfirðings frá Klúku

10. janúar 1873: „Norðan harðviðri, gaddfrost og kafald, en mold á fjalli. – Ég fór frá Aratungu, vestur yfir Steingrímsfjarðarheiði, villtist þegar á daginn leið, og fann aldrei Lágadal, en komst í myrkri einhvers staðar ofan í Hvannadal, og komst…

Jólamarkaður í Króksfjarðarnesi

Jólamarkaður verður haldinn í Króksfjarðarnesi um helgina, kl. 12-17 bæði laugardag og sunnudag. Á laugardag mun Harmonikkufélagið Nikolina koma og spila nokkur lög kl. 15 og á sunnudeginum mætir Helga Möller og syngur um kl. 12:30. Sama dag kl. 14…

Vestfirskt rannsóknaþing á Ísafirði

Fimmtudaginn 7. desember fer fram stutt rannsóknaþing í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði þar sem vísinda- og rannsóknafólk á Vestfjörðum kemur saman. Þingið er ætlað bæði fyrir þau sem starfa innan stofnana og þau sem vinna sjálfstætt. Dagskráin hefst kl. 14 og…

Hólmavík í vetrarbúning

Þótt ekki sé mikill snjór í nágrenni Hólmavíkur eftir vetrarveður og frost síðustu daga, þá er kominn talsverður snjór í þorpinu sjálfu. Fréttaritari strandir.is rölti um þorpið í ljómandi fallegu veðri á mánudaginn var og tók nokkrar myndir af húsunum…

Gamli bærinn á Bakka brann

Gamli bærinn á Bakka í Bjarnarfirði brann í gærkveldi og nótt. Enginn bjó í húsinu sem var forskalað timburhús og var notað sem sumarhús. Slökkviliðin á Drangsnesi og Hólmavík unnu að slökkvistarfi, en mikill eldur var í húsinu. Bjarnfirðingar unnu…

Þjóðminjasafn safnar minningum úr héraðsskólum

Þjóðminjasafn Íslands hefur sent út spurningaskrá þar sem óskað er eftir að fólk sendi safninu minningar úr héraðsskólum og öðrum heimavistarskólum til sveita á unglingastigi. Verið að leita eftir frásögnum og minningum fyrrverandi nemenda. Spurningaskráin er hluti af þjóðháttasöfnun Þjóðminjasafns Íslands…

Hrútafundur í Sævangi kl. 13:30

Í dag verður haldinn kynningarfundur um hrúta á sæðingarstöðvum landsins í Sauðfjársetrinu í Sævangi á Ströndum. Hefst fundurinn kl. 13:30 og eru allir áhugasamir sauðfjárræktendur hvattir til að mæta. Hrútaskráin ætti að vera farin í dreifingu þannig að bændur geta…