Brúin yfir Bjarnarfjarðará

Nú er búið að leggja fyrri umferðina af bundnu slitlagi á nýja veginn um Bjarnarfjarðarháls og er mikill munur að aka þar um breiðan og blindhæðalausan veg. Það hefur staðið nokkuð á fjármagni í brúarsmíði yfir Bjarnarfjarðará til að fullkomna…

Árneshreppur í verkefnið Brothættar byggðir

Þrjú byggðarlög á landinu hafa nú bæst í verkefni Byggðastofnunar sem ber yfirskriftina Brothættar byggðir. Þetta eru  Árneshreppur á Ströndum, Borgarfjörður eystri og Þingeyri í Ísafjarðarbæ. Innan vébanda verkefnisins er leitað lausna á bráðum vanda byggðarlaga vegna fólksfækkunar og erfiðleika…

53 nemendur í Grunnskólanum á Hólmavík í vetur

Grunnskólinn á Hólmavík var settur í dag við hátíðlega athöfn í Hólmavíkurkirkju. Hrafnhildur Guðbjörnsdóttir skólastjóri setti skólann og kom fram í máli hennar að í vetur væru 53 nemendur í skólanum, sem er eilítið færra en á síðasta ári. 10…

Slitlagsframkvæmdir á Hólmavík

Unnið var að slitlagsframkvæmdum á Hólmavík í gær og lagt yfir slitlagið í hluta af götunum í „Hverfinu“ á Hólmavík. Mikil þörf var orðin á slíkum framkvæmdum í einstökum götum sem hafa farið illa, sérstaklega var leiðinlegt að aka Lækjartúnið…

Bridgemót í Steinshúsi

Bridgefélag Hólmavíkur fyrirhugar að halda bridgemót í Steinshúsi á Nauteyri í samvinnu við staðarhaldara. Spilaður verður tvímenningur. Slíkt mót var einnig haldið í ágúst 2016 og tókst mjög vel til. Mótið verður haldið laugardaginn 26. ágúst og hefst spilamennskan kl…

Skólasetning á Hólmavík í dag

Grunnskólinn á Hólmavík verður settur í Hólmavíkurkirkju í dag, þriðjudaginn 22. ágúst klukkan 13:00. Að því loknu verður gengið í skólann og nemendur hitta umsjónarkennara sína. Íris Ósk Ingadóttir tómstundafulltrúi mun á skólasetningunni kynna samfelldan dag barna í 1.-4. bekk…

Gísli á Uppsölum sýndur í Djúpavík

Enn berast fregnir af menningarviðburðum um helgina í Árneshreppi. Á Facebook-síðu Hótel Djúpavíkur kemur fram að einleikurinn Gísli á Uppsölum verður sýndur í dag, laugardaginn 19. ágúst kl. 16, í síldarverksmiðjunni. Verkið hefur fengið frábæra dóma og sýningin er einstaklega…

Vörður hlaðnar á Steingrímsfjarðarheiði árið 1899

Halldór Jónsson frá Tind í Miðdal (1871-1912), síðar bóndi í Miðdalsgröf, er vel þekktur vegna skrifa Sigurðar Gylfa Magnússonar sagnfræðings sem gaf út tvær bækur nálægt aldamótum þar sem byggt var á dagbókum hans og fleiri skrifum Halldórs og Níelsar…

Réttardagar í Árneshreppi og Strandabyggð

Búið er að birta fjallskilaseðla fyrir Strandabyggð og Árneshrepp á vefnum og því dálítið farið að skýrast hvenær verður réttað á Ströndum. Samkvæmt fjallskilaseðli Strandabyggðar verður réttað í Skeljavíkurrétt föstudaginn 8. sept. kl. 16:00, Staðarrétt sunnudaginn 10. sept. kl. 14:00 og…

Bryggjuball í Norðurfirði

Föstudagskvöldið 18. ágúst eftir kl. 21:00 verður partýkráarstemmning í Kaffi Norðurfirði. Þar verða Gleðikonurnar í fararbroddi, en einnig verður söngur og nikkuspil. Ókeypis verður inn. Bryggjuball verður svo á laugardagskvöldinu þegar Hilmar Hjartarson frá Steinstúni og Linda Guðmundsdóttir frá Finnbogastöðum, ásamt…