Óveður í Árneshreppi

Veður varð mjög slæmt í Árneshreppi á Ströndum í gær, en í morgun var farið að draga úr vindi, en talsverð snjókoma ennþá. Vindmælar á veðurstöðinni í Litlu-Ávík sýndu 19 m/s í jafnavind og upp í 23 m/s í mesta vind í gærkvöld kl. 20:00. Slydda og mikið dimmviðri var í gærkvöldi og fór hitinn upp í 2 stig um tíma, en frysti síðan aftur. Snjókoma var í gærdag og fór í snjókomu aftur um kvöldið og í nótt. Fleiri myndir sem teknar voru í morgun má sjá á www.litlihjalli.it.is.