Öskudagsball á Hólmavík

640-oskuball

Miðvikudaginn 5. mars kl. 17:00 verður haldið árlegt Öskudagsball í Félagsheimilinu á Hólmavík. Það eru foreldrafélög Grunnskólans og Leikskólans Lækjarbrekku sem sjá til skiptis um ballið og eru allir hjartanlega velkomnir og hvattir til að mæta í búningi. Ef að líkum lætur verður marserað í tilefni dagsins og sælgæti slegið úr tunnunni. Fyrr um daginn má búast við að börnin á Hólmavík gangi milli fyrirtækja og syngi fyrir nammi, eins og venjan er á öskudag. Öskupokarnir heyra hins vegar að mestu leyti sögunni til.