Óskalögin – vortónleikar Kvennakórsins Norðurljós þann 1. maí

Vortónleikar Kvennakórsins Norðurljós verða haldnir mánudaginn 1. maí kl. 14.00 í Hólmavíkurkirkju. Að þessu sinni bera þeir yfirskriftina Óskalögin og verða þau flutt á tónleikunum. Um er að ræða gömlu góðu lögin úr óskalagaþáttunum, bæði sjúklinga og sjómanna, og svo óskalög kórkvenna. Stjórnandi er Sigríður Óladóttir og undirleik annast Viðar Guðmundsson. Miðasala er á staðnum og ekki er tekið við kortagreiðslum. Miðaverð 3000 kr. fyrir fullorðna, 1500 fyrir börn 6-14 ára. Innifalið í miðaverði er veglegt kaffihlaðborð sem haldið verður í félagsheimilinu að tónleikum loknum.