Orkubú Vestfjarða kynnt á súpufundi

Orkubú rafmagn

Á súpufundi á Café Riis á fimmtudaginn 30. janúar 2014 verður kynning á starfsemi Orkubús Vestfjarða. Eins og venjulega fer fundurinn þannig fram að fyrst er kynning og síðan umræður og fyrirspurnir og er fundurinn bundinn við þann ramma sem hádegismaturinn gefur. Allir eru velkomnir og dýrindis súpa frá Café Riis á boðstólum fyrir kr. 1.200.- Það er Þróunarsetrið á Hólmavík sem stendur fyrir súpufundunum á fimmtudögum í vetur og er þeim sem vilja halda kynningu bent á að tala við Jón Jónsson eða Þorgeir Pálsson í Þróunarsetrinu.