Opinn fundur með starfsmönnum BUGL

leikskóli leikskólabörn
Miðvikudaginn 22. janúar kl. 18:00 verður haldinn opinn kynningarfundur með starfsmönnum BUGL (Barna og unglingageðdeildar Landsspítalans) á Hólmavík og eru allir velkomnir. Fundurinn verður haldinn í Félagsheimilinu á Hólmavík. Foreldrar og forráðamenn eru hvattir til að fjölmenna á fundinn þar sem kynnt verður fyrir starfsemi BUGL og gefnar leiðbeiningar um hvernig hægt er að taka á hinum ýmsu málum er snúa að hegðun og líðan barna og ungmenna.Það er foreldrafélag Grunnskólans á Hólmavík sem stendur fyrir fundinum.