Ólympíuleikar trúbadora á Ströndum

Hluti þeirra sem taka þátt í Ólympíuleikum trúbadora verða staddir á Hótel Djúpavík í kvöld klukkan 21:00 og á Kaffi Galdur á Hólmavík á morgun klukkan 21:00. Það verður þrumustuð og svakaleg trúbadora stemming. Aðgangseyrinn er 1000 krónur og rennur hann allur í að greiða ferðakostnað þeirra sem að taka þátt í Ólympíuleikunum. Ólympíuleikar trúbadora hafa ferðast um landið síðustu daga til þess að skemmta fólki með tónlist sinni.