Öll atkvæði talin nema utankjörfundar

Talning í sveitarstjórnar-kosningum Hólmavíkur- og Broddaneshrepps stendur núna yfir. Talin hafa verið öll atkvæði nema utankjörfundaratkvæði eða 246 atkvæði. Atkvæði hafa fallið þannig að J listinn er með 158 atkvæði og H listinn 83 atkvæði. Tölur yfir kjörsókn hafa ekki borist, né heldur upplýsingar um kosningar um heitið á nýju sveitarfélagi. Miðað við stöðu þessarar talningar er J listi með þrjá menn, fyrsta, þriðja og fjórða mann og H listi 2 menn, annan og fimmta mann. Ekki er talið líklegt að utankjörfundaratkvæði breyti þessari niðurstöðu.