Ölfus hafði naumlega betur

Spurningakeppnin á milli Árneshrepps og sveitarfélagsins Ölfus í 16-liða úrslitum í Útsvarinu varð æsispennandi. Endaði með því að jafnt varð á stigum 70-70 og þurfti að grípa til bráðabana til að knýja fram úrslit. Endaði með því að Ölfus sigraði með tveimur stigum. Lið Árneshrepps stóð sig frábærlega í keppninni, var skemmtilegt og snjallt og sinni heimabyggð og Strandamönnum öllum til sóma.