Ófærð á Steingrími

Steingrímsfjarðarheiðin getur verið snúinEins og fram kemur í fundargerð sveitarstjórnar Strandabyggðar frá 18. mars eru börnin á Laugarholti í Skjaldfannadal við Djúp aftur komin til náms í Grunnskólanum á Hólmavík eftir dvöl í Súðavík það sem af er vetri. Starfsmenn áhaldahúss Strandabyggðar munu annast skólaakstur til vors, en fyrsti skóladagurinn sem vera átti í dag varð hins vegar endasleppur. Vegna snjóalaga og ótryggs veðurútlits fór skólabílstjórinn á sunnudagskvöld vestur að Laugarholti og gisti þar. Í morgun komust bílstjórinn og börnin ekki nema að Margrétarvatni á Steingrímsfjarðarheiði, en þar var flutningabifreið föst í skafli (nema bílstjórinn hafi verið að tefja umferð til að mótmæla eins og tíðkast syðra). 

Ekki var búið að moka veginn og bifreið áhaldahússins óbreytt til vetraraksturs, þannig að snúið var við og komið aftur að Laugarholti um kl 11.00.