Nýr vefur Ferðamálasamtaka Vestfjarða

Vestfirskir ferðafrömuðirFerðamálasamtök Vestfjarða hafa opnað nýja vefsíðu á slóðinni vestfirskferdamal.is. Þar er um að ræða samskiptavef ferðaþjóna á Vestfjörðum, upplýsingar um aðildarfélaga í Ferðamálasamtökunum, gagnlegar ábendingar og tilkynningar um málefni ferðaþjónustunnar á Vestfjörðum. Einnig er hægt að skrá sig á póstlista á nýja vefnum og fá þannig mikilvægar tilkynningar í tölvupósti, en það er Markaðsstofa Vestfjarða sem fer með ritstjórn vefjarins. Þessi nýi vefur er ekki hugsaður sem kynningarvefur um ferðamöguleika á Vestfjörðum og er áhugasömum bent á www.westfjords.is í þeim tilgangi.