Nýir eigendur taka við rekstri verslunarinnar á Reykhólum

Nýir eigendur hafa tekið við rekstri verslunarinnar Hólakaup á Reykhólum. Það er hjónin Björn Fannar Jóhannesson og Guðrún Guðmundsdóttir. Að sögn þeirra þá verður reynt eftir bestu getu að hafa fjölbreytt úrval og gott vöruverð. Þau eru að stíga sín fyrstu spor í verslunarrekstri og segjast vonast til að þeim verði gefinn tími og þolinmæði og hlakka til sjá sem flesta í verslununni. Sveitarstjóri Reykhólahrepps hvetur að sjálfsögðu alla íbúa til að versla í heimabyggð hér eftir sem hingað til, það sé hagur allra íbúanna að verslun sé á Reykhólum og að verslun sé einn af hornsteinum byggðar.

Þetta kemur fram á heimasíðu Reykhólahrepps, www.reykholar.is.