Ný sýning opnuð á Byggðasafninu á Reykjum

300-ofeigur

Ný sögusýning sem ber yfirskriftina Mitt er þitt og þitt er mitt – konur á fyrri tíð verður opnuð sunnudaginn 14. febrúar, kl. 14, á Byggðasafni Húnvetninga og Strandamanna á Reykjum í Hrútafirði. Á sýningunni er fjallað um líf kvenna á Íslandi á fyrri tíð. Þar verður hægt að fræðast um fæðingar, menntun, vinnu, hjúskap, ljóð og kvenskörunga. Frásagnir af konum á safnasvæðingu eru dregnar fram í dagsljósið og lofað skemmtilegri stemmningu, kaffi og ástarpungum á Valentínusardaginn.