Neyðarkall frá Frakklandi

Fréttavefnum strandir.is hefur borist nokkuð óvenjulegt neyðarkall frá Frakklandi, en þar er líka mikið í húfi og sjálfsagt að koma því á framfæri. Það er frænka Matthíasar hótelstjóra á Laugarhóli sem er læknir í Frakklandi sem sendir út beiðnina. Ef þið þekkið einhvern karlkyns undir 25 ára í blóðflokki A Rhesus minus sem gæti hjálpað Noelie sem er lítil frönsk stúlka, látið þá vita. Stúlkan er 1 árs og þjáist af sjaldgæfri hvítblæði. Tímafresturinn er stuttur, einungis 2 mánuðir. Vinsamlegast hafið samband við Matthías í síma 451-3380 eða sendið tölvupóst á matti@snerpa.is ef þið hafið ábendingar. Leitað er um allan heim að rétta aðilanum með hjálp netsins.