Myndlistasýning í Steinhúsinu

Myndlistarnámskeið hefur verið í gangi síðastliðnar sex vikur í Steinhúsinu á Hólmavík. Níu nemendur á aldrinum 10-13 ára hafa verið á námskeiðinu. Nú ætla nemendur að bjóða gestum og gangandi að koma og skoða afraksturinn milli kl. 16-18 í dag, miðvikudaginn 31. maí.  Listamennirnir verða á staðnum og bjóða gestum hressingu.