Myndir úr kassabílasmiðju

Nú er undirbúningur fyrir Hamingjudaga á Hólmavík á lokastigi, enda hefjast þeir formlega síðar í dag, föstudag, með ratleik við Íþróttamiðstöðina. Meðal þess sem hefur verið í gangi við undirbúninginn er heilmikil kassabílasmiðja sem Hafþór Þórhallsson kassabílasmíðasérfræðingur sér um. Fréttaritari strandir.is kíkti á Hafþór og krakkana í góða veðrinu í gær og smellti nokkrum myndum af smíðavinnunni. Á morgun kl. 11:00 verður síðan kassabílarall á planinu við gamla Kaupfélagshúsið en einnig verður þjóðsögusmiðja í Félagsheimilinu kl. 9:30 á morgun þar sem Jón Jónsson þjóðfræðingur mun fara á kostum fyrir framan börn á öllum aldri.

Haffi

Krakkarnir voru slyng með sögina.

Fannar Freyr herðir það sem herða þarf.

atburdir/2007/580-kassabilasmidja1.jpg

Jakob lætur spýtuna hafa það óþvegið.

atburdir/2007/580-kassabilasmidja3.jpg

Hafþór með kynstrin öll af hjólum og tólum.

atburdir/2007/580-kassabilasmidja5.jpg

Einar beitir skrallinu af lagni – vanur maður á ferð.

Kassabílarnir setja mikinn svip á bæjarlífið yfir Hamingjudagana.

Ljósm. Arnar S. Jónsson