Myndasafnið: Héraðsmót 1983

Hér að neðan er ein gömul og góð mynd, frá Héraðsmóti á Sævangi árið 1983. Það er Bragi á Heydalsá sem er að kasta kúlunni, en í hópi áhorfenda má m.a. sjá syni hans Ragnar og Jón Bjarna, Úlfar á Krossnesi og Sigurð á Kirkjubóli.

Hugmynd aðstandenda strandir.is er að birta gamlar myndir af og til á vefnum, einkum til gamans og biðjum við þá sem vilja senda afmæliskveðjur eða hafa skemmtilegar myndir sem þá langar að birta að senda okkur endilega myndir.