Mótvægisaðgerðir við atvinnuþróun og nýsköpun

Byggðastofnun hefur nú gengið frá styrkveitingum og hlutafjárframlögum vegna mótvægisaðgerða ríkistjórnarinnar til eflingar atvinnuþróunar og nýsköpunar 2008 og 2009. Alls voru 200 milljónir króna til úthlutunar, 100 milljónir fyrir hvort ár. Alls bárust 253 umsóknir og var samtals sótt um rúman 1,5 milljarð. Alls hlutu 69 verkefni styrk, en nokkrar umsóknir eru til frekari skoðunar. Fjárfest var í tveimur verkefnum á Ströndum. Annars vegar fær Arnkatla 2008 milljón til uppbyggingar ferðaþjónustu og hins vegar Ásbjörn Magnússon og Valgerður Magnúsdóttir á Drangsnesi 1,7 milljón til uppbyggingar á þátttökuferðaþjónustu. Ekki kemur fram hvort um hlutafé eða styrk er að ræða.


Við mat á umsóknum var einkum tekið tillit til hlutfalls starfa í veiðum og vinnslu á viðkomandi svæði, nýsköpunargildis, gæða og mögulegs árangurs verkefna auk fjölda starfa sem þeim er ætlað að skapa.

Byggðastofnun mun gera samninga við styrkþega um framvindu og árangursmat verkefnanna en styrkirnir verða greiddir út í tvennu lagi, á árunum2008 og 2009.

Lista um styrkþega og upphæðir má finna hér.