Minnt á ljósmyndanámskeið

Minnt er á ljósmyndanámskeið sem hefst kl. 20-22 í kvöld, mánudaginn 24. janúar, en það verður haldið í húsnæði Þjóðfræðistofu í Þróunarsetrinu á Hólmavík. Námskeiðið heitir: Hvernig get ég tekið betri myndir? og það er danski ljósmyndarinn Brian Berg sem leiðbeinir á því. Ekki þarf að skrá sig á námskeiðið, menn mæta einfaldlega með myndavélina sína. Þátttökugjald er 3500 kr. Brian hefur starfað sjálfstætt sem ljósmyndari og fyrir dagblöð og tímarit. Sjá nánar á www.icef.is.