Minkasíur í Broddaneshrepp

Reynir Bergsveinsson frá Gufudal sem þekktur er fyrir uppfinningar sínar tengdar minkaveiðum var nýlega á ferðinni á Ströndum. Aðalerindi ferðarinnar var að setja niður nokkrar minkasíur við ár í Broddaneshreppi, en á Ströndum eru einnig minkasíur við Ásmundarnes í Bjarnarfirði. Reynir notaði ferðina og vitjaði um minkasíur sem hann hefur sett niður við Langadalsá og Hvannadalsá í Hólmavíkurhreppi við Djúp og höfðu sjö minkar höfðu ratað í þær síur. Alls veiddust um 50 minkar í þessar gildrur í Hólmavíkurhreppi á síðasta ári.


Að sögn Reynis sem er með gildrur víða um land, ganga samskipti við sveitarfélögin vegna þessara minkaveiða mjög misjafnlega og áhugi þeirra á veiðunum er mismunandi.