Minja- og handverkshúsið Kört 10 ára

300-kort-minjahusMinja- og handverkshúsið Kört í Trékyllisvík í Árneshreppi er 10 ára um þessar mundir, en í vetur og vor hefur verið unnið að stækkun hússins um ríflega helming. Í tilefni af afmælinu verður Kört opnað eftir stækkun og breytingar næstkomandi laugardag, þann 30. júní, og verður sérstök afmælisopnun á milli kl. 15:00 og 17:00. Allir eru velkomnir á opnunina og afmælisfagnaðinn.