Mikið um að vera á Hólmavík

Í dag og næstu daga er heilmikið um að vera á Hólmavík. Í dag kl. 11:00 er leiksýning þar sem Hrafnkels saga Freysgoða er sýnd í Félagsheimilinu fyrir grunnskólabörn á staðnum og eru allir aðrir einnig velkomnir og aðgangur ókeypis. Í kvöld er síðan kvöldvaka á vegum Fræðslumiðstöð Vestfjarða á Café Riis og hefst hún kl. 20:00, blanda af fróðleik og skemmtun. Á morgun kl. 14:00 er sparkvöllurinn við Grunnskólann vígður og á fimmtudagskvöldið hópast menn á Café Riis til að æfa sig fyrir karíókíkeppnina sem verður haldin þar á föstudaginn.