Menntun og viðhald byggða

SkólinnMjög áhugavert Vísindaport er í hádeginu í dag hjá Háskólasetri Vestfjarða og er hægt að komast á fundinn í Grunnskólanum á Hólmavík í gegnum fjarfundabúnað. Gestur Vísindaports vikunnar er Magnús B. Jónsson prófessor og fyrrum rektor Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri. Í fyrirlestri sínum mun Magnús ræða mikilvægi menntunarframboðs í tengslum við viðhald byggðar og möguleika lítilla svæða til þess að byggja upp æðri menntastofnanir. Fyrirlesturinn hefst upp úr klukkan 12 og sem fyrr eru allir velkomnir.

Magnús B. Jónsson lauk doktorsprófi í landbúnaðarfræðum frá Norges Landbrukshøgskole árið 1969, en áður hafði hann lokið búfræðikandídatsprófi frá Bændaskólanum á Hvanneyri árið 1963. Magnús var rektor Landbúnaðarháskólans á Hvanneyri frá 1999-2005 og þar áður skólastjóri Bændaskólans á Hvanneyri frá 1992. Hann hefur starfað sem ráðunautur hjá Búnaðarsambandi Suðurlands og sérfræðingur í kynbótum hjá Norges Pelsdyralslag.

Magnús hefur verið ráðunautur hjá Búnaðarsambandi Suðurlands og forstöðumaður Hagþjónustu landbúnaðarins auk þess sem hann var um langt árabil kennari í búfjárrækt við Búvísindadeildina á Hvanneyri. Frá 2005 hefur Magnús verið prófessor við Landbúnaðarháskóla Íslands, Hvanneyri þar sem hann starfar nú í hlutastarfi jafnhliða því sem hann er í og hlutastarfi landsráðunautur í nautgriparækt hjá Bændasamtökum Íslands.