Meinhorn Lúsa og Blesa hefur göngu sína

{mosvideo xsrc="meinhorn1" align="right"}Ritstjórn strandir.is hefur látið undan mikilli pressu frá þeim félögum Lúsa og Blesa á Ströndum sem er dulnefni tveggja karlskarfa og hafa allt á hornum sér. Þeir munu vera með vikulegan þátt hér á strandir.is, allt þar til þeir fara yfir línuna og verða reknir. Þeir félagar, sem vilja ekki láta nafns síns getið, spjalla saman um fréttir vikunnar og láta álit sitt á málefnum sem brenna hæst hverju sinni á fréttavefnum. Þetta eru leiðindadurgar en til að vinnufriður skapist á ritstjórnarskrifstofunni þá var þeim hleypt að. En rétt um stundarsakir, nema þeir hegði sér eftir settum reglum. Ef ekki þá fá þeir samstundis að fjúka. Lesendum strandir.is er bent á að leggja umsvifalaust inn kvörtun ef þurfa þykir.