Markús og Elín spila á Drangsnesi

Markús og Elín Elísabet eru á ferð um landið og seinasta stopp á leiðinni hringinn er á Drangsnesi. Þar munu þau leika tónlist á Malarkaffi (neðri hæð), fimmtudaginn 12. júlí og hefjast tónleikarnir kl. 20.  Markús Bjarnason hefur spilað í fjölda hljómsveita í gegnum tíðina og m.a. gefið út plötuna The Truth, the Love, the Life undir nafninu Markús & The Diversion Sessions. Nýjasta lag Markúsar heitir Seinasta tegundin og er dúett með Elínu Elísabetu, en tónlist hans má lýsa sem jaðarskotnu þjóðlagapoppi. Elín Elísabet hefur sungið með Kórus, kór lagahöfunda og nýverið komið fram sem sóló-tónlistarkona, t.d. í Mengi og á Sofar tónleikum. Með í för er Ingvi Rafn Björgvinsson bassaleikari. Hann hefur m.a. spilað með hljómsveitinni Oyama og undanfarið með Markúsi. Miðaverð er 1000 kr.