Mannanafnanefnd bætir við nöfnum

Á fundum Mannanafnanefndar í ágúst síðastliðnum voru kveðnir upp úrskurðir um ýmis nöfn sem sótt hefur verið um að bætt verði á mannanafnaskrá. Karlmannsnöfnunum Aðdal og Erasmus hefur verið bætt við skrána, en nafninu Roar var hafnað. Kvenmannsnöfnunum Dáð, Maríella, Gnádís og Julia var bætt við skrána. Engir úrskurðir voru kveðnir upp í júlí, en í júní var kvenmannsnafnið Ava úrskurðað í lagi og bætt við skrána.