Malbikunarstöð á Hólmavík

Malbikunarflokkur hefur verið að störfum á Hólmavík þessa vikuna og verður áfram eftir helgarfrí vegna verslunarmannahelgarinnar. Unnið er að malbikun á plönum við fyrirtæki víða í þorpinu, m.a. við verslun Kaupfélags Steingrímsfjarðar, Hólmadrang, Vegagerðina og Trésmiðjuna Höfða. Einnig hefur verið lagt malbik á steypta hluta götunnar við Hafnarbraut og Höfðagötu. Þá er fyrirhugað að malbika körfuboltavöll við Grunnskólann á Hólmavík í þessari lotu.  

Malbik

frettamyndir/2011/640-malbik4.jpg

frettamyndir/2011/640-malbik3.jpg

Malbikunarflokkur á Hólmavík – ljósm. Jón Jónsson